Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2016 08:30 Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37