Áhyggjufullt ævikvöld Preben Jón Pétursson skrifar 5. október 2016 14:46 Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar