Góðar samgöngur eru arðsamar Sigurjón Þórðarson skrifar 6. október 2016 07:00 Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun