Íslenski boltinn

Þjálfarar bikarmeistaranna framlengja samninga sína á Hlíðarenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson Vísir/Andri Marinó
Ólafur Jóhannesson og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Örn Hreiðarsson verða áfram með Valsmenn í Pepsi-deild karla 2017.

Valsmenn segja frá því á heimasíðu sinni að þeir Ólafur og Sigurbjörn hafi framlengt samninga sína.

Ólafur og Sigurbjörn tóku við Valsliðinu af Magnúsi Gylfasyni haustið 2014 og hafa þegar skilað tveimur titlum í hús. Báðir voru þeir að snúa aftur á Hlíðarenda en Ólafur lék með Val á níunda áratugnum og Sigurbjörn er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild.

Valsliðið hefur unnið bikarinn bæði tímabil þeirra með liðið. Valur vann KR 2-0 í úrslitaleiknum 2015 og svo ÍBV 2-0 í bikarúrslitaleiknum í ár.

Með árangrinum í bikarnum hafa Valsmenn tryggt sér sæti í Evrópukeppninni en liðið hefur síðan endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni bæði árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×