Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkuskortur virðast vera þau mál sem brenna hvað heitast á kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils staums ferðamanna í kjördæmið hitamál. Norðausturkjördæmi er næstfámennasta kjördæmi landsins og mældist kjörsókn þar næst hæst á landinu í þingkosningunum 2013, eða 83,4 prósent. Íbúar kjördæmisins starfa mikið við þjónustu- og framleiðslustörf, en frumframleiðsla á borð við sjávarútveg og landbúnað er einnig mjög veigamikil í kjördæminu. Þá hefur þáttur ferðaþjónustu í atvinnulífinu aukist gríðarlega á undanförnum árum en í kjördæminu má finna einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Mývatn og svæðið í kring. Norðausturkjördæmi er afar víðfeðmt og nær allt frá austanverðum Tröllaskaga að Álftafirði í austri. Tíu þingmenn eiga sæti á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kjördæminu, kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í kosningunum 2013 og tryggði sér fjóra þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir hlutu tvo þingmenn hvor, Samfylkingin einn og Björt framtíð einn.Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag kjördæmisins.VísirSamgöngumál: Einu ómalbikuðu kaflar hringvegarins er í kjördæminuFlestir þeir sem Vísir ræddi við nefndu að skortur á viðhaldi vega í kjördæminu undanfarin ár hafi gert það að verkum að ástand vega er víða orðið mjög slæmt. Sé það farið að hamla atvinnuuppbyggingu, geri fólki erfiðara að sækja heilbrigðisþjónustu og komi í veg fyrir að hægt sé að sameina atvinnusvæði. Hringvegurinn telst vera 1.332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru þó 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir og eru þeir allir í Norðausturkjördæmi, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Ástand vegakafla þjóðvegar 1 um Berufjörð er mjög slæmt en stutt er síðan japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bill hans valt þar. Ræddi Vísir við bonda í Berufirði sem sagði ástand vegarins alltaf hafa verið mjög lélegt. Þó skal taka fram að tekin hefur verið ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Leggja viðmælendur Vísis áherslu á að lokið verði við að leggja bundið slitlag á þessa vegakafla.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í NorðvesturkjördæmiÞað er þó utan alfaraleiða þar sem ástand vega er hvað verst í kjördæminu og er þá helst um að ræða malarvegi sem lítið hefur verið hugsað um. Gagnrýna margir það að sveitarfélögin hafi litla sem enga aðkomu að samgönguáætlun sem geri það að verkum að ekki fæst fjármagn til að laga vegi, sem ekki eru í alfaraleið en þó mikilvægir fyrir sveitarfélögin. Á þetta sérstaklega við um minni sveitarfélögin í kjördæminu en í Eyjafjarðarsveit eru mjólkurbílar ekki sendir fulllestaðir yfir einbreiðar brýr sem komnar eru til ára sinna. Sveitarstjórn Svalbarðshrepps samþykkti í síðasta mánuði harðorða ályktun þar sem ástand malarvega í hreppnum var sagt vera „orðið algjörlega óboðlegt “ og á íbúafundi var bókað að allir væru sammála um það að „vegir á svæðinu væru lélegir og ónýtir“. Gagnrýnt var að viðhald vega væri svo lítið að ónýtar vegastikur væru ekki einu sinni lagfærðar. Ástand vegarins á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar, svokallaður Norðausturvegur, er einnig á köflum slæmt þar sem vantar um 27 kílómetra af bundnu slitlagi. Stendur það í vegi fyrir að svæðið á milli Raufarhafnar og Vopnafjarðar geti orðið að einu atvinnusvæði. Fjarlægðin á milli þessara staða er um 129 kílómetrar en þar á milli má finna þéttbýlisstaðina Bakkafjörð og Þórshöfn.Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum.VÍSIR/FRIÐRIK ÁRNASON/LOFTMYNDIR.ISEru viðmælendur Vísis sammála um það að ástand vegarins hamli uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og að rútufyrirtæki veigri sér við að senda rútur um þennan veg. Þá er talið mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á Kísilveginum svokallaða sem liggur um Hólasand á milli Mývatnssveitar og Húsavíkur. Með auknum straum ferðamanna til landsins hefur umferð um veginn, sem er að stærstum hluta malarvegur, aukist mikið. Heimamenn fagna því að veitt hafi verið fé til rannsókna vegna gerðar Seyðisfjarðargangna undir Fjarðarheiði en rannsóknir eru nýhafnar. Vegurinn yfir Fjarðarheiði liggur hæst í 600 metra hæð yfir sjávarmáli og verður oftar en ekki ófær á veturina en mjög snjóþungt getur verið á heiðinni. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna kemur til landsins í gegnum Seyðisfjörð með Norrænu og því er talið mikilvægt að tryggt sé að vegurinn til og frá Seyðisfirði sé greiðfær allt árið um kring.Atvinnumál: „Það er varla hægt að stinga pylsuvagni í samband“ Viðmælendur Vísis á Eyjafjarðarsvæðinu segja afar mikilvægt að svæðinu verði tryggð næg raforka svo að stuðla megi að atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Taka þeir fram að það sé ekki til þess að laða að einhvers konar stóriðju. Eins og staðan sé núna standi raforkuskortur allri atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum eða líkt og einn viðmælandi orðaði það: „Það er varla hægt að stinga pylsuvagni í samband.“ Benda þeir á að raforkan sé til staðar í kerfinu og því þurfi ekki að virkja til þess að tryggja svæðinu nægjanlega raforku. Vandamálið sé að flutningsgeta rafmagns inn á svæðið sé ekki nægjanleg. Núverandi rafmagnslínur séu komnar til ára sinna og komi upp bilun geti það skapað mikil vandræði. Þetta hafi orðið til þess að sveitarfélögin á svæðinu hafi þurft að vísa frá áhugasömum iðnfyrirtækjum sem hafi haft áhuga á að hefja starfsemi á svæðinu vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öruggt streymi raforku. Raforkuskorturinn hefur einnig staðið fyrirtækjum sem nú þegar eru með starfsemi á svæðinu fyrir þrifum og hefur Vífilfell á Akureyri meðal annars notað hráolíu til að starfrækja sína verksmiðju auk þess sem að önnur fyrirtæki á Akureyri - Becromal og MS - hafa þurft að draga úr framleiðslu sinni vegna raforkuskorts.Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Suðvesturkjördæmi Til þess að bæta úr þessu sé brýnt að ráðist verði í lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar.Málefni ferðamanna: Tryggja þarf að sveitarfélögin fái hlutdeild af tekjum Ferðaþjónustan er orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum Norðausturkjördæmis en talið er að allt að hálf milljón ferðamanna heimsæki svæðið á hverju ári. Svæðið í kringum Mývatn er geysivinsælt og hefur stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu. Nær allir viðmælendur Vísis, allt frá Siglufirði í norðri og Djúpavogs í austri eru sammála um að ferðamenn hafi haft góð áhrif á samfélögin og stuðlað að aukinni og fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu.Jarðböðin í Mývatnssveit eru gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna.VísirTryggja verði þó að sveitarfélögin fái hlutdeild af tekjum vegna aukins ferðamannastraums sem, eins og staðan er í dag, renni fyrst og fremst til ríkisins en þær útsvarstekjur sem sveitarfélögin fái vegna starfsemi tengdri ferðaþjónustu endurspegli ekki endilega þann fjölda ferðamanna sem komi í hvert sveitarfélag. Á sama tíma sé aukin krafa um að sveitarfélögin styrki innviði sína vegna ferðamanna, reki upplýsingaskrifstofur og komi upp salernisaðstöðu svo dæmi séu tekin. Eru nær allir viðmælendur Vísis sammála um að ríkið þurfi að veita sveitarfélögum á landinu aukna hlutdeild í tekjustraumum vegna ferðamanna hér á landi.Landbúnaður og sjávarútvegur Landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein í Norðausturkjördæmi og eru uppi skiptar skoðanir á nýgerðum búvörusamningum. Sumir viðmælendur segja hann vera jákvæða þróun og styrki stöðu bænda á meðan aðrir, einkum á svæðum þar sem sauðfjárrækt er mikilvæg, segja að búvörusamningum fylgi tekjuskerðing og að engu líkara sé en að verið sé færa stuðninginn sem bændur fá frá Norðurlandi til Vestur- og Suðurlands. Þá sé einnig mikilvægt að klára uppbyggingu þriggja fasa rafmagns í sveitum kjördæmisins en það á víða eftir að ljúka slíkri uppbyggingu. Sjávarútvegur er einnig stór atvinnugrein í kjördæminu en þar eru nokkur stór sjávarútvegsfyrirtæki með aðalstarfsemi - fyrirtæki eins og Samherji. Athygli vekur að fáir viðmælendur Vísis ræddu um áhyggjur sínar verði af breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vekja þó flestir viðmælendur Vísis athygli á að ekki sé lengur hægt að treysta á það að sjávarútvegurinn haldi upp byggð í landinu. Tækninni fleygi fram og sífellt færri hendur þurfi til þess að vinna þau verk sem heilu sjávarþorpin voru byggð á á sínum tíma.Sjávarútvegurinn skipar stóran sess í atvinnulífinu í kjördæminuVísir/GVAByggðamál: Flugsamgöngur númer 1, 2 og 3 Flestir þeirra sem Vísir ræddi við voru sammála um það að efla þyrfti flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. Það hafi sýnt sig þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og umferð um flugvellina á suðvesturhorni landsins stöðvaðist og umferð var beint á þessa flugvelli að þeir hafi ekki ráðið við álagið. Stækka þurfi flughlöð flugvallanna svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þá þurfi að efla flugsamgöngur til og frá þessum stöðum svo mynda megi mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Fagna flestir viðmælendur Vísis stofnun Flugþróunarsjóðs en markmiðið með honum er að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. Benda margir þeirra þó á að markmið sjóðsins muni ekki nást á meðan mun ódýrara sé fyrir flugfélög að fylla vélar sínar af flugvélabensíni í Keflavík. Jafna þurfi þetta verð sé yfirvöldum alvara með því að ætla að stuðla að millilandaflugi um aðra flugvelli en í Keflavík.Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í SuðurkjördæmiMenntamál Öflugt starf er unnið í menntastofnunum á svæðinu en alls eru sjö framhaldsskólar í kjördæminu, auk Háskólans á Akureyri. Eru viðmælendur Vísis sammála um að Háskólinn á Akureyri sé mikilvægur, þá sérstaklega fyrir Eyjafjarðasvæðið, en með tilkomu hans hafi gengið mun betur að halda í ungt folk á svæðinu og bjóða upp á vel launuð störf sem krefjast háskólamenntunar. Í afskekktari sveitarfélögum kjördæmisins er þó kvartað undan því að erfitt sé að laða að menntað fólk, lítið sé um svoleiðis störf í boði og þau fáu störf sem fyrir hafi verið undanfarin ár séu smám saman að færast til stærstu byggðakjarnanna. Þessu þurfi að snúa við og ein leið að því marki sé að gera fólki kleift að stunda fjarnám við háskólana svo að unga fólkið þurfi ekki að flytja burt til þess að stunda nám sitt. Viðmælendur Vísis benda einnig á að til þess að snúa þeirri fækkun opinberra starfa við heima í héraði þurfi ekki endilega að flytja stofnanir í heilu lagi, líkt og gert var með Fiskistofu á sínum tíma. Það geti verið heppilegra að styrkja þær stofnanir sem fyrir eru, háskólana og sjúkrahúsin, auk þess sem að með nútímatækni sé hreinlega ekki nauðsynlegt að safna öllu stjórnsýslustörfum fyrir á höfuðborgarsvæðinu.Mikið er kallað eftir því að flugsamgöngur til og frá kjördæminu verði efldar. Hér sést flugvöllurinn á Egilsstöðum.Vísir/GVAHeilbrigðismál: Tryggja þurfi grunnþjónustuÍ Norðausturkjördæmi eru tvö öflug sjúkrahús, á Akureyri og á Neskaupsstað. Þessi sjúkrahús þjóna þó afskaplega stóru svæði og þess á milli getur verið langt að sækja heilbrigðisþjónustu. Íbúar í Svalbarðshreppi þurfa til að mynda að keyra 300 kílómetra til Akureyrar þurfi þeir á aðstoð barnalæknis eða tannlæknis á að halda. Íbúar Þórshafnar geta valið um að fara til tveggja lækna, annar þeirra býr á Kópaskeri og hinn á Melrakkasléttu, báðir í um fimmtíu mínútna fjarlægð. Líkt og komið hefur fram er ástand vega á þessu svæði slæmt á köflum og viðmælandi Vísis á svæðinu sagði að staðan væri slík að „hugsa þyrfti sig vel um áður en að einhver lenti í því að slasa sig.“Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í ReykjavíkÞví þurfi að tryggja að íbúar í kjördæminu geti sótt sér grunnlæknisþjónustu án þess að þurfa að ferðast klukkutímum saman. Þá sé uppbygging heilbrigðisstofnana í kjördæminu í helstu byggðakjörnum öflug byggðastefna, þannig geti sveitarfélögin boðið upp á krefjandi og vel launuð störf sem vel menntað fólk sæki í. Flestir viðmælendur Vísis segja það þó skiljanlegt að ekki sé hægt að bjóða upp á alhliða læknisþjónustu hvar sem er á landinu. Skiljanlegt sé að byggt sé upp öflugt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma sé það hins vegar illskiljanlegt að stefnt sé að því að færa flugvöllinn úr höfuðborginni og þar með skerða aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu í borginni. Mikilvægt sé að greiðfært sé til höfuðborgarinnar, þurfi íbúar landsbyggðarinnar að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu eða aðra þjónustu sem ekki er hægt að nálgast á landsbyggðinni.Löggæslumál: Fáir lögreglumenn með stórt svæðiViðmælendur Vísir hafa töluverðar áhyggjur af stöðu löggæslu í kjördæminu. Þó nokkrir nefndu það sem dæmi að á Akureyri væri sami fjöldi lögreglumanna á vakt hverju sinni og fyrir 30 árum þrátt fyrir fólksfjölgun auk mikils straums ferðamanna undanfarin ár. Erfitt væri að sinna öllum þeim verkefnum sem kæmu á borð lögreglunnar. Það sæist best þegar alvarleg slys verða og þeir sem á vakt séu þurfi allir að sinna því útkalli. Sama hlið á teningnum kemur upp þegar farið er austar í kjördæminu. Umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra nær allt frá Siglufirði að Þórshöfn. Frá Akureyri að Þórshöfn eru 251 kílómetri og aðeins að finna eina starfstöð lögreglu þar á milli - á Húsavík. Auk þess þurfa lögreglumenn á Akureyri og Húsavík að sinna verkefnum á vinsælum ferðamannastöðum í Mývatnssveit og á hálendinu. Gagnrýnt er að fámennt lið lögreglu í kjördæminu geri það að verkum að komi alvarleg atvik upp á geti það reynst erfitt fyrir lögreglu að sinna því verkefni, sem og öðrum verkefnum, sem koma upp samtímist, sómasamlega.Kjördæmið Norðausturkjördæmi er afar víðfeðmt og nær allt frá austan Tröllaskaga að Álftafirði í austri. Stærstu þéttbýlissvæðin í kjördæminu eru Akureyri, Dalvík, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Seyðisfjörður, Neskaupsstaður, Breiðdalsvík og Djúpavogur. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 29.569, eða tólf prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Kjörsóknin í kjördæminu mældist 83,4 prósent árið 2013, vel yfir landsmeðaltali. Í Norðausturkjördæmi voru 2.905 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kosningunum 2013, en til samanburðar voru 4.856 atkvæði á bakvið hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi og 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Suðvesturkjördæmi Samgöngur og húsnæðismál hafa setið á hakanum. 6. október 2016 09:15 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent
Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkuskortur virðast vera þau mál sem brenna hvað heitast á kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils staums ferðamanna í kjördæmið hitamál. Norðausturkjördæmi er næstfámennasta kjördæmi landsins og mældist kjörsókn þar næst hæst á landinu í þingkosningunum 2013, eða 83,4 prósent. Íbúar kjördæmisins starfa mikið við þjónustu- og framleiðslustörf, en frumframleiðsla á borð við sjávarútveg og landbúnað er einnig mjög veigamikil í kjördæminu. Þá hefur þáttur ferðaþjónustu í atvinnulífinu aukist gríðarlega á undanförnum árum en í kjördæminu má finna einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Mývatn og svæðið í kring. Norðausturkjördæmi er afar víðfeðmt og nær allt frá austanverðum Tröllaskaga að Álftafirði í austri. Tíu þingmenn eiga sæti á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kjördæminu, kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í kosningunum 2013 og tryggði sér fjóra þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir hlutu tvo þingmenn hvor, Samfylkingin einn og Björt framtíð einn.Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag kjördæmisins.VísirSamgöngumál: Einu ómalbikuðu kaflar hringvegarins er í kjördæminuFlestir þeir sem Vísir ræddi við nefndu að skortur á viðhaldi vega í kjördæminu undanfarin ár hafi gert það að verkum að ástand vega er víða orðið mjög slæmt. Sé það farið að hamla atvinnuuppbyggingu, geri fólki erfiðara að sækja heilbrigðisþjónustu og komi í veg fyrir að hægt sé að sameina atvinnusvæði. Hringvegurinn telst vera 1.332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru þó 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir og eru þeir allir í Norðausturkjördæmi, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Ástand vegakafla þjóðvegar 1 um Berufjörð er mjög slæmt en stutt er síðan japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bill hans valt þar. Ræddi Vísir við bonda í Berufirði sem sagði ástand vegarins alltaf hafa verið mjög lélegt. Þó skal taka fram að tekin hefur verið ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Leggja viðmælendur Vísis áherslu á að lokið verði við að leggja bundið slitlag á þessa vegakafla.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í NorðvesturkjördæmiÞað er þó utan alfaraleiða þar sem ástand vega er hvað verst í kjördæminu og er þá helst um að ræða malarvegi sem lítið hefur verið hugsað um. Gagnrýna margir það að sveitarfélögin hafi litla sem enga aðkomu að samgönguáætlun sem geri það að verkum að ekki fæst fjármagn til að laga vegi, sem ekki eru í alfaraleið en þó mikilvægir fyrir sveitarfélögin. Á þetta sérstaklega við um minni sveitarfélögin í kjördæminu en í Eyjafjarðarsveit eru mjólkurbílar ekki sendir fulllestaðir yfir einbreiðar brýr sem komnar eru til ára sinna. Sveitarstjórn Svalbarðshrepps samþykkti í síðasta mánuði harðorða ályktun þar sem ástand malarvega í hreppnum var sagt vera „orðið algjörlega óboðlegt “ og á íbúafundi var bókað að allir væru sammála um það að „vegir á svæðinu væru lélegir og ónýtir“. Gagnrýnt var að viðhald vega væri svo lítið að ónýtar vegastikur væru ekki einu sinni lagfærðar. Ástand vegarins á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar, svokallaður Norðausturvegur, er einnig á köflum slæmt þar sem vantar um 27 kílómetra af bundnu slitlagi. Stendur það í vegi fyrir að svæðið á milli Raufarhafnar og Vopnafjarðar geti orðið að einu atvinnusvæði. Fjarlægðin á milli þessara staða er um 129 kílómetrar en þar á milli má finna þéttbýlisstaðina Bakkafjörð og Þórshöfn.Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum.VÍSIR/FRIÐRIK ÁRNASON/LOFTMYNDIR.ISEru viðmælendur Vísis sammála um það að ástand vegarins hamli uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og að rútufyrirtæki veigri sér við að senda rútur um þennan veg. Þá er talið mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á Kísilveginum svokallaða sem liggur um Hólasand á milli Mývatnssveitar og Húsavíkur. Með auknum straum ferðamanna til landsins hefur umferð um veginn, sem er að stærstum hluta malarvegur, aukist mikið. Heimamenn fagna því að veitt hafi verið fé til rannsókna vegna gerðar Seyðisfjarðargangna undir Fjarðarheiði en rannsóknir eru nýhafnar. Vegurinn yfir Fjarðarheiði liggur hæst í 600 metra hæð yfir sjávarmáli og verður oftar en ekki ófær á veturina en mjög snjóþungt getur verið á heiðinni. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna kemur til landsins í gegnum Seyðisfjörð með Norrænu og því er talið mikilvægt að tryggt sé að vegurinn til og frá Seyðisfirði sé greiðfær allt árið um kring.Atvinnumál: „Það er varla hægt að stinga pylsuvagni í samband“ Viðmælendur Vísis á Eyjafjarðarsvæðinu segja afar mikilvægt að svæðinu verði tryggð næg raforka svo að stuðla megi að atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Taka þeir fram að það sé ekki til þess að laða að einhvers konar stóriðju. Eins og staðan sé núna standi raforkuskortur allri atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum eða líkt og einn viðmælandi orðaði það: „Það er varla hægt að stinga pylsuvagni í samband.“ Benda þeir á að raforkan sé til staðar í kerfinu og því þurfi ekki að virkja til þess að tryggja svæðinu nægjanlega raforku. Vandamálið sé að flutningsgeta rafmagns inn á svæðið sé ekki nægjanleg. Núverandi rafmagnslínur séu komnar til ára sinna og komi upp bilun geti það skapað mikil vandræði. Þetta hafi orðið til þess að sveitarfélögin á svæðinu hafi þurft að vísa frá áhugasömum iðnfyrirtækjum sem hafi haft áhuga á að hefja starfsemi á svæðinu vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öruggt streymi raforku. Raforkuskorturinn hefur einnig staðið fyrirtækjum sem nú þegar eru með starfsemi á svæðinu fyrir þrifum og hefur Vífilfell á Akureyri meðal annars notað hráolíu til að starfrækja sína verksmiðju auk þess sem að önnur fyrirtæki á Akureyri - Becromal og MS - hafa þurft að draga úr framleiðslu sinni vegna raforkuskorts.Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Suðvesturkjördæmi Til þess að bæta úr þessu sé brýnt að ráðist verði í lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar.Málefni ferðamanna: Tryggja þarf að sveitarfélögin fái hlutdeild af tekjum Ferðaþjónustan er orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum Norðausturkjördæmis en talið er að allt að hálf milljón ferðamanna heimsæki svæðið á hverju ári. Svæðið í kringum Mývatn er geysivinsælt og hefur stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu. Nær allir viðmælendur Vísis, allt frá Siglufirði í norðri og Djúpavogs í austri eru sammála um að ferðamenn hafi haft góð áhrif á samfélögin og stuðlað að aukinni og fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu.Jarðböðin í Mývatnssveit eru gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna.VísirTryggja verði þó að sveitarfélögin fái hlutdeild af tekjum vegna aukins ferðamannastraums sem, eins og staðan er í dag, renni fyrst og fremst til ríkisins en þær útsvarstekjur sem sveitarfélögin fái vegna starfsemi tengdri ferðaþjónustu endurspegli ekki endilega þann fjölda ferðamanna sem komi í hvert sveitarfélag. Á sama tíma sé aukin krafa um að sveitarfélögin styrki innviði sína vegna ferðamanna, reki upplýsingaskrifstofur og komi upp salernisaðstöðu svo dæmi séu tekin. Eru nær allir viðmælendur Vísis sammála um að ríkið þurfi að veita sveitarfélögum á landinu aukna hlutdeild í tekjustraumum vegna ferðamanna hér á landi.Landbúnaður og sjávarútvegur Landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein í Norðausturkjördæmi og eru uppi skiptar skoðanir á nýgerðum búvörusamningum. Sumir viðmælendur segja hann vera jákvæða þróun og styrki stöðu bænda á meðan aðrir, einkum á svæðum þar sem sauðfjárrækt er mikilvæg, segja að búvörusamningum fylgi tekjuskerðing og að engu líkara sé en að verið sé færa stuðninginn sem bændur fá frá Norðurlandi til Vestur- og Suðurlands. Þá sé einnig mikilvægt að klára uppbyggingu þriggja fasa rafmagns í sveitum kjördæmisins en það á víða eftir að ljúka slíkri uppbyggingu. Sjávarútvegur er einnig stór atvinnugrein í kjördæminu en þar eru nokkur stór sjávarútvegsfyrirtæki með aðalstarfsemi - fyrirtæki eins og Samherji. Athygli vekur að fáir viðmælendur Vísis ræddu um áhyggjur sínar verði af breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vekja þó flestir viðmælendur Vísis athygli á að ekki sé lengur hægt að treysta á það að sjávarútvegurinn haldi upp byggð í landinu. Tækninni fleygi fram og sífellt færri hendur þurfi til þess að vinna þau verk sem heilu sjávarþorpin voru byggð á á sínum tíma.Sjávarútvegurinn skipar stóran sess í atvinnulífinu í kjördæminuVísir/GVAByggðamál: Flugsamgöngur númer 1, 2 og 3 Flestir þeirra sem Vísir ræddi við voru sammála um það að efla þyrfti flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. Það hafi sýnt sig þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og umferð um flugvellina á suðvesturhorni landsins stöðvaðist og umferð var beint á þessa flugvelli að þeir hafi ekki ráðið við álagið. Stækka þurfi flughlöð flugvallanna svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þá þurfi að efla flugsamgöngur til og frá þessum stöðum svo mynda megi mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Fagna flestir viðmælendur Vísis stofnun Flugþróunarsjóðs en markmiðið með honum er að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. Benda margir þeirra þó á að markmið sjóðsins muni ekki nást á meðan mun ódýrara sé fyrir flugfélög að fylla vélar sínar af flugvélabensíni í Keflavík. Jafna þurfi þetta verð sé yfirvöldum alvara með því að ætla að stuðla að millilandaflugi um aðra flugvelli en í Keflavík.Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í SuðurkjördæmiMenntamál Öflugt starf er unnið í menntastofnunum á svæðinu en alls eru sjö framhaldsskólar í kjördæminu, auk Háskólans á Akureyri. Eru viðmælendur Vísis sammála um að Háskólinn á Akureyri sé mikilvægur, þá sérstaklega fyrir Eyjafjarðasvæðið, en með tilkomu hans hafi gengið mun betur að halda í ungt folk á svæðinu og bjóða upp á vel launuð störf sem krefjast háskólamenntunar. Í afskekktari sveitarfélögum kjördæmisins er þó kvartað undan því að erfitt sé að laða að menntað fólk, lítið sé um svoleiðis störf í boði og þau fáu störf sem fyrir hafi verið undanfarin ár séu smám saman að færast til stærstu byggðakjarnanna. Þessu þurfi að snúa við og ein leið að því marki sé að gera fólki kleift að stunda fjarnám við háskólana svo að unga fólkið þurfi ekki að flytja burt til þess að stunda nám sitt. Viðmælendur Vísis benda einnig á að til þess að snúa þeirri fækkun opinberra starfa við heima í héraði þurfi ekki endilega að flytja stofnanir í heilu lagi, líkt og gert var með Fiskistofu á sínum tíma. Það geti verið heppilegra að styrkja þær stofnanir sem fyrir eru, háskólana og sjúkrahúsin, auk þess sem að með nútímatækni sé hreinlega ekki nauðsynlegt að safna öllu stjórnsýslustörfum fyrir á höfuðborgarsvæðinu.Mikið er kallað eftir því að flugsamgöngur til og frá kjördæminu verði efldar. Hér sést flugvöllurinn á Egilsstöðum.Vísir/GVAHeilbrigðismál: Tryggja þurfi grunnþjónustuÍ Norðausturkjördæmi eru tvö öflug sjúkrahús, á Akureyri og á Neskaupsstað. Þessi sjúkrahús þjóna þó afskaplega stóru svæði og þess á milli getur verið langt að sækja heilbrigðisþjónustu. Íbúar í Svalbarðshreppi þurfa til að mynda að keyra 300 kílómetra til Akureyrar þurfi þeir á aðstoð barnalæknis eða tannlæknis á að halda. Íbúar Þórshafnar geta valið um að fara til tveggja lækna, annar þeirra býr á Kópaskeri og hinn á Melrakkasléttu, báðir í um fimmtíu mínútna fjarlægð. Líkt og komið hefur fram er ástand vega á þessu svæði slæmt á köflum og viðmælandi Vísis á svæðinu sagði að staðan væri slík að „hugsa þyrfti sig vel um áður en að einhver lenti í því að slasa sig.“Sjá einnig: Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í ReykjavíkÞví þurfi að tryggja að íbúar í kjördæminu geti sótt sér grunnlæknisþjónustu án þess að þurfa að ferðast klukkutímum saman. Þá sé uppbygging heilbrigðisstofnana í kjördæminu í helstu byggðakjörnum öflug byggðastefna, þannig geti sveitarfélögin boðið upp á krefjandi og vel launuð störf sem vel menntað fólk sæki í. Flestir viðmælendur Vísis segja það þó skiljanlegt að ekki sé hægt að bjóða upp á alhliða læknisþjónustu hvar sem er á landinu. Skiljanlegt sé að byggt sé upp öflugt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma sé það hins vegar illskiljanlegt að stefnt sé að því að færa flugvöllinn úr höfuðborginni og þar með skerða aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu í borginni. Mikilvægt sé að greiðfært sé til höfuðborgarinnar, þurfi íbúar landsbyggðarinnar að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu eða aðra þjónustu sem ekki er hægt að nálgast á landsbyggðinni.Löggæslumál: Fáir lögreglumenn með stórt svæðiViðmælendur Vísir hafa töluverðar áhyggjur af stöðu löggæslu í kjördæminu. Þó nokkrir nefndu það sem dæmi að á Akureyri væri sami fjöldi lögreglumanna á vakt hverju sinni og fyrir 30 árum þrátt fyrir fólksfjölgun auk mikils straums ferðamanna undanfarin ár. Erfitt væri að sinna öllum þeim verkefnum sem kæmu á borð lögreglunnar. Það sæist best þegar alvarleg slys verða og þeir sem á vakt séu þurfi allir að sinna því útkalli. Sama hlið á teningnum kemur upp þegar farið er austar í kjördæminu. Umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra nær allt frá Siglufirði að Þórshöfn. Frá Akureyri að Þórshöfn eru 251 kílómetri og aðeins að finna eina starfstöð lögreglu þar á milli - á Húsavík. Auk þess þurfa lögreglumenn á Akureyri og Húsavík að sinna verkefnum á vinsælum ferðamannastöðum í Mývatnssveit og á hálendinu. Gagnrýnt er að fámennt lið lögreglu í kjördæminu geri það að verkum að komi alvarleg atvik upp á geti það reynst erfitt fyrir lögreglu að sinna því verkefni, sem og öðrum verkefnum, sem koma upp samtímist, sómasamlega.Kjördæmið Norðausturkjördæmi er afar víðfeðmt og nær allt frá austan Tröllaskaga að Álftafirði í austri. Stærstu þéttbýlissvæðin í kjördæminu eru Akureyri, Dalvík, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Seyðisfjörður, Neskaupsstaður, Breiðdalsvík og Djúpavogur. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 29.569, eða tólf prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Kjörsóknin í kjördæminu mældist 83,4 prósent árið 2013, vel yfir landsmeðaltali. Í Norðausturkjördæmi voru 2.905 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kosningunum 2013, en til samanburðar voru 4.856 atkvæði á bakvið hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi og 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp.
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Suðvesturkjördæmi Samgöngur og húsnæðismál hafa setið á hakanum. 6. október 2016 09:15
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30