Varar við gereyðingu Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2016 20:01 Hermenn sækja fram í Aleppo. Vísir/AFP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Sýrlandi, varaði í dag við því að gereyðing Aleppo væri möguleg. Hann kallaði eftir því að Rússar og stjórnarherinn hætti árásum sínum á borgina og bauðst jafnvel til að fylgja vígamönnum þaðan persónulega.Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur í kjölfarið gefið út að leggi mennirnir niður vopn sín, megi þeir yfirgefa borgina. Hins vegar verði árásum á hann ekki hætt. Harðir bardagar geysa nú í borginni á milli fylkinga og hefur stjórnarherinn sótt fram.Mistura sagði í dag að hermenn stjórnarhersins hafi setið um borgina í mánuð. Matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti þar. „Staðreyndin er sú að eftir tvo til tvo og hálfan mánuð verður austurhluti Aleppo rústir einar ef fram heldur sem horfir. Þúsundir borgarar, ekki hryðjuverkamenn, munu láta lífið og fjölmargir munu særast,“ sagði Mistura. Rússar og stjórnarherinn hafa haldið því fram að þeir séu að gera árásir gegn samtökunum Jabhat Fateh al-Sham, sem gengu undir nafninu Nusra front áður en þeir slitu formlegum tengslum við al-Qaeda.Mistura segir hins vegar að af um átta þúsund vopnuðum mönnum í Aleppo, séu um 900 meðlimir JFS. Hundruð hafa látið lífið í austurhluta borgarinnar þar sem uppreisnar- og vígamenn ráða ríkjum. Um 275 þúsund almennir borgarar eru á svæðinu. Uppreisnarmennirnir segjast þó ekki ætla að yfirgefa borgina og segja tilboð Assad vera gabb. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir talsmaður Fastaqim, uppreisnarhóps sem er með menn í Aleppo, að Aleppo sé sérstök. Þeir geti ómögulega gefist upp. Bandaríkin hafa einnig vafasemdir um tilboð Assad. Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, segir fáránlegt að stjórnarherinn gefi nú í skyn að þeim sé nú annt um almenna borgara. Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Sýrlandi, varaði í dag við því að gereyðing Aleppo væri möguleg. Hann kallaði eftir því að Rússar og stjórnarherinn hætti árásum sínum á borgina og bauðst jafnvel til að fylgja vígamönnum þaðan persónulega.Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur í kjölfarið gefið út að leggi mennirnir niður vopn sín, megi þeir yfirgefa borgina. Hins vegar verði árásum á hann ekki hætt. Harðir bardagar geysa nú í borginni á milli fylkinga og hefur stjórnarherinn sótt fram.Mistura sagði í dag að hermenn stjórnarhersins hafi setið um borgina í mánuð. Matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti þar. „Staðreyndin er sú að eftir tvo til tvo og hálfan mánuð verður austurhluti Aleppo rústir einar ef fram heldur sem horfir. Þúsundir borgarar, ekki hryðjuverkamenn, munu láta lífið og fjölmargir munu særast,“ sagði Mistura. Rússar og stjórnarherinn hafa haldið því fram að þeir séu að gera árásir gegn samtökunum Jabhat Fateh al-Sham, sem gengu undir nafninu Nusra front áður en þeir slitu formlegum tengslum við al-Qaeda.Mistura segir hins vegar að af um átta þúsund vopnuðum mönnum í Aleppo, séu um 900 meðlimir JFS. Hundruð hafa látið lífið í austurhluta borgarinnar þar sem uppreisnar- og vígamenn ráða ríkjum. Um 275 þúsund almennir borgarar eru á svæðinu. Uppreisnarmennirnir segjast þó ekki ætla að yfirgefa borgina og segja tilboð Assad vera gabb. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir talsmaður Fastaqim, uppreisnarhóps sem er með menn í Aleppo, að Aleppo sé sérstök. Þeir geti ómögulega gefist upp. Bandaríkin hafa einnig vafasemdir um tilboð Assad. Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, segir fáránlegt að stjórnarherinn gefi nú í skyn að þeim sé nú annt um almenna borgara.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira