Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 23:13 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins en var seldur fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“ Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“
Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00