Hannes: Kvaldist af stressi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 13:15 Hannes Þór á æfingu með markvörðunum í Egilshöll í morgun. vísir/ernir Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45
Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00
Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47
Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28