Einlæg og umræðuverð heilaskoðun Tómas Valgeirsson skrifar 8. október 2016 11:30 "Það er mikil einlægni í nálgun leikstjóranna Hrundar Gunnsteinsdóttur og Kristínar Ólafsdóttur að efninu.“ Kvikmyndir InnSæi / The Sea Within Leikstjórar: Kristín Ólafsdóttir, Hrund Gunnsteinsdóttir Framleiðendur: Heather Millard, Al Morrow, Kristín Ólafsdóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Kvikmyndataka: Faye Klipping: Nick Fenton, Sotira Kyricou Stórt er spurt. Er stressið að fara með okkur? Er tæknin að sundra okkur? Hversu miklu getum við breytt með því að stilla aðeins hugarfarið? Í heimildarmyndinni InnSæi er fjallað um leitina inn á við og lögð áhersla á tengingu okkar við vísindi og náttúruna, hvernig við skynjum heiminn og notum heilann. Rætt er við leiðtoga, listamenn og hugsuði frá ýmsum löndum um hugmyndir um hvernig má endurskoða hugsun okkar í hraða samtímans og hver lykillinn er að sköpunarkraftinum. Það er krefjandi verk að búa til heimildarmynd í fullri lengd um eitthvað jafn óáþreifanlegt og innsæið og með verri úrvinnslu hefði myndin getað orðið hávær predikun. InnSæi er á tíðum nálægt því að stíga í þá gryfju en það er mikil einlægni í nálgun leikstjóranna Hrundar Gunnsteinsdóttur og Kristínar Ólafsdóttur að efninu. Þær koma inn á mikilvægar og oft alvarlegar umræður frá ólíkum sjónarhornum en það svífur alltaf jákvæð orka yfir heildinni sem og skilaboðunum. Leikstjórarnir fylla líka upp í brattan 70 mínútna sýningartíma með líflegu myndefni, þar sem fiktað er við ólíkar tegundir af myndlist og teiknistíla. Einnig er laumað inn skotum af íslensku landslagi við hvert tækifæri, en annað er varla í boði þegar svona mikil áhersla er lögð á náttúruna. Hrund er prýðisgóð þula, um leið og þú venst hreimnum hennar. Hún er óhrædd við að opna sig og leyfa persónuleika sínum að skína aðeins. Hún segir frá því þegar hún sinnti mannúðarstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna og þekkti ekki sín takmörk að eigin sögn. Vinnuálagið varð á endanum yfirþyrmandi þar til hún keyrði á andlegan á vegg, sem leiddi til gjörbreyttrar hugsunar. Þessi reynslusaga Hrundar er útgangspunkturinn sem leiðir til skoðunar á innsæi, heilaþjálfun og hvert næsta kynslóð stefnir, svo dæmi séu tekin. Viðfangsefnið er forvitnilegt en niðurstöðunni er meira ætlað vekja fleiri spurningar og vekja til umhugsunar en að gefa einhver svör. Það gengur ágætlega að flakka á milli merkilegra málefna og eftirminnilegra heimsókna í myndinni, frá heilarannsóknum til heillandi listakonunnar Marinu Abramovic og hugmynda hennar um lífsmynstur, tengingar fólks og áhættu. Leikstjórarnir einbeita sér líka talsvert í seinni hlutanum að skólabörnum í Bretlandi sem er kennt að takast á við streitu og aukið upplýsingaflæði. Punktarnir eru flestir áhugaverðir en samantektin verður örlítið klúðursleg, sérstaklega þegar sumt efnið er farið að endurtaka sig. Myndin kemur uppbyggjandi skilaboðum á framfæri en skilar þeim út með fullmiklum sykri. Úlfur Eldjárn styrkir annars heildarverkið töluvert með áhrifaríkri tónlist og skrifast snyrtileg samsetningin að mestu leyti á klipparana. Kaflinn með Högna Egilssyni, syngjandi í helli, passaði reyndar alls ekki inn í myndina, þó kvikmyndatakan hafi verið falleg. Þegar á heildina er litið er margt fallegt við InnSæi og ljóst er að sumir eigi eftir að líta á hana sem vitundarvakningu eða meðal í sálina, á meðan aðrir sjá hana eflaust sem langan fyrirlestur þar sem hefði verið hægt að kafa dýpra ofan í málefnin. En hvetjandi krafti myndarinnar er erfitt að neita.Niðurstaða: Vel unnin, jákvæð og á tíðum áhrifarík heimildarmynd en samantektin er endurtekningasöm og helst til klúðursleg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir InnSæi / The Sea Within Leikstjórar: Kristín Ólafsdóttir, Hrund Gunnsteinsdóttir Framleiðendur: Heather Millard, Al Morrow, Kristín Ólafsdóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Kvikmyndataka: Faye Klipping: Nick Fenton, Sotira Kyricou Stórt er spurt. Er stressið að fara með okkur? Er tæknin að sundra okkur? Hversu miklu getum við breytt með því að stilla aðeins hugarfarið? Í heimildarmyndinni InnSæi er fjallað um leitina inn á við og lögð áhersla á tengingu okkar við vísindi og náttúruna, hvernig við skynjum heiminn og notum heilann. Rætt er við leiðtoga, listamenn og hugsuði frá ýmsum löndum um hugmyndir um hvernig má endurskoða hugsun okkar í hraða samtímans og hver lykillinn er að sköpunarkraftinum. Það er krefjandi verk að búa til heimildarmynd í fullri lengd um eitthvað jafn óáþreifanlegt og innsæið og með verri úrvinnslu hefði myndin getað orðið hávær predikun. InnSæi er á tíðum nálægt því að stíga í þá gryfju en það er mikil einlægni í nálgun leikstjóranna Hrundar Gunnsteinsdóttur og Kristínar Ólafsdóttur að efninu. Þær koma inn á mikilvægar og oft alvarlegar umræður frá ólíkum sjónarhornum en það svífur alltaf jákvæð orka yfir heildinni sem og skilaboðunum. Leikstjórarnir fylla líka upp í brattan 70 mínútna sýningartíma með líflegu myndefni, þar sem fiktað er við ólíkar tegundir af myndlist og teiknistíla. Einnig er laumað inn skotum af íslensku landslagi við hvert tækifæri, en annað er varla í boði þegar svona mikil áhersla er lögð á náttúruna. Hrund er prýðisgóð þula, um leið og þú venst hreimnum hennar. Hún er óhrædd við að opna sig og leyfa persónuleika sínum að skína aðeins. Hún segir frá því þegar hún sinnti mannúðarstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna og þekkti ekki sín takmörk að eigin sögn. Vinnuálagið varð á endanum yfirþyrmandi þar til hún keyrði á andlegan á vegg, sem leiddi til gjörbreyttrar hugsunar. Þessi reynslusaga Hrundar er útgangspunkturinn sem leiðir til skoðunar á innsæi, heilaþjálfun og hvert næsta kynslóð stefnir, svo dæmi séu tekin. Viðfangsefnið er forvitnilegt en niðurstöðunni er meira ætlað vekja fleiri spurningar og vekja til umhugsunar en að gefa einhver svör. Það gengur ágætlega að flakka á milli merkilegra málefna og eftirminnilegra heimsókna í myndinni, frá heilarannsóknum til heillandi listakonunnar Marinu Abramovic og hugmynda hennar um lífsmynstur, tengingar fólks og áhættu. Leikstjórarnir einbeita sér líka talsvert í seinni hlutanum að skólabörnum í Bretlandi sem er kennt að takast á við streitu og aukið upplýsingaflæði. Punktarnir eru flestir áhugaverðir en samantektin verður örlítið klúðursleg, sérstaklega þegar sumt efnið er farið að endurtaka sig. Myndin kemur uppbyggjandi skilaboðum á framfæri en skilar þeim út með fullmiklum sykri. Úlfur Eldjárn styrkir annars heildarverkið töluvert með áhrifaríkri tónlist og skrifast snyrtileg samsetningin að mestu leyti á klipparana. Kaflinn með Högna Egilssyni, syngjandi í helli, passaði reyndar alls ekki inn í myndina, þó kvikmyndatakan hafi verið falleg. Þegar á heildina er litið er margt fallegt við InnSæi og ljóst er að sumir eigi eftir að líta á hana sem vitundarvakningu eða meðal í sálina, á meðan aðrir sjá hana eflaust sem langan fyrirlestur þar sem hefði verið hægt að kafa dýpra ofan í málefnin. En hvetjandi krafti myndarinnar er erfitt að neita.Niðurstaða: Vel unnin, jákvæð og á tíðum áhrifarík heimildarmynd en samantektin er endurtekningasöm og helst til klúðursleg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira