Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 18:19 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu. Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu.
Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31
Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36