Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fjölnir 0-3 | Frábær sigur Fjölnis en hvorugt liðið náði Evrópusæti Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 1. október 2016 17:00 Þórir Guðjónsson með boltann í fyrri leik liðanna. vísir/hanna Fjölnir kláraði tímabilið með stæl þegar liðið vann 0-3 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Sigurinn dugði Fjölni þó ekki til að komast í Evrópukeppni því Stjarnan og KR unnu sína leiki á sama tíma. Fjölnismenn enduðu þó í 4. sæti deildarinnar með 37 stig sem er besti árangur í sögu félagsins. Blikar enduðu hins vegar í 6. sæti og misstu af Evrópusæti. Hans Viktor Guðmundsson, Ingimundur Níels Óskarsson og Gunnleifur Gunnleifsson (sjálfsmark) skoruðu mörk Fjölnis á síðustu sex mínútum leiksins í dag. Fram að því höfðu Blikar verið sterkari aðilinn en tókst ekki að skora.Af hverju vann Fjölnir? Fyrri hálfleikurinn var jafn og í rólegri kantinum. Blikar voru meira með boltann en Fjölnismenn vörðust aftarlega og gáfu fá færi á sér. Það sama var uppi á teningnum fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. Þá var eins og það kviknaði á Blikum sem voru frábærir næstu 20 mínútur og sköpuðu sér góð færi sem ekki nýttust. Boltinn fór tvisvar sinnum í tréverkið hjá Fjölni, Þórður Ingason varði nokkrum sinnum vel og Árni Vilhjálmsson skaut framhjá úr dauðafæri. Auk þess vildu heimamenn fá víti. En Fjölnismenn seigluðust áfram komust yfir, þvert gegn gangi leiksins, þegar fimm mínútur voru eftir. Og þá lögðu Blikar niður vopnin og gestirnir bættu tveimur mörkum við eftir skyndisóknir.Þessir stóðu upp úr: Þórður kom aftur inn í Fjölnisliðið eftir meiðsli og var frábær. Hann átti augljóslega í vandræðum með að sparka en hann gat notað hendurnar og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Hans Viktor og Tobias Salquist voru góðir í hjarta Fjölnisvarnarinnar og sá fyrrnefndi skoraði einnig fyrsta markið. Viðar Ari Jónsson var einnig góður í stöðu hægri bakvarðar eins og hann hefur verið í allt sumar. Einn allra stöðugasti leikmaður deildarinnar. Solberg átti svo draumainnkomu, lagði upp markið fyrir Ingimund Níels og átti svo skot í slá sem fór af Gunnleifi og í markið.Hvað gekk illa? Blikar spiluðu alls ekki illa í leiknum en þeir fóru full seint í gang. Að því sögðu sköpuðu þeir sér nógu góð færi til að vinna leikinn. En eins og svo oft áður í sumar voru þeir klaufar upp við markið. Arnþór Ari Atlason skaut t.a.m. í slánna af stuttu færi en með aðeins meiri yfirvegun færi strákurinn létt með að skora 10 mörk á tímabili. Blikar skoruðu aðeins 27 mörk í sumar, tveimur meira en Fylkir sem féll. Það er því augljóst að sóknarleikurinn varð Breiðabliki að falli í sumar.Hvað gerist næst? Það verður eflaust lítil stemmning á Pallaballinu í Smáranum í kvöld. Blikar unnu aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í 6. sæti sem verða að teljast mikil vonbrigði. Fjölnismenn eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð Evrópusætinu en þeir geta huggað sig við að þeir áttu frábært tímabil. Strákarnir hans Ágústs Gylfasonar voru í efstu þremur sætum deildarinnar nánast allt sumarið, skoruðu næstflest mörkin (42) og það vantaði sáralítið upp á að liðið kæmist til Evrópu.Arnar: Þetta er blóðugt Breiðablik missti af Evrópusæti og féll alla leið niður í 6. sæti Pepsi-deildar karla er liðið tapaði 0-3 fyrir Fjölni á heimavelli í lokaumferðinni í dag. Blikar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir fóru illa með færin sín sem reyndist dýrkeypt á endanum. „Fyrri hálfleikurinn var jafn. Við vorum ívið meira með boltann en sköpuðum ekki nógu hættuleg færi. Svo höfðum við algjöra yfirburði í seinni hálfleik og fengum 3-4 dauðafæri sem við nýttum ekki,“ sagði Arnar eftir leikinn í dag. „0-0 er hættuleg staða. Fjölnir er með gott sóknarlið og við gleymdum okkur þegar þeir skoruðu fyrsta markið. Svo misstu menn hausinn, við vissum að við þyrftum að vinna og það skipti ekki máli hvort við töpuðum 1-0 eða 3-0. Þetta er blóðugt.“ Blikar enduðu sem áður sagði í 6. sæti sem Arnar viðurkennir að séu mikil vonbrigði. „Við ætluðum að keppa á toppnum þannig að þetta eru klárlega mikil vonbrigði. En þegar menn nýta ekki færin sín erum við ekki nógu góðir,“ sagði þjálfarinn. Arnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segir líklegra en ekki að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu á næsta ári. „Það verður að koma í ljós, ég á ár eftir að samningnum. Ég geri frekar ráð fyrir því að vera áfram,“ sagði Arnar að lokum.Ágúst: Vil vera áfram „Þetta er súrsætur sigur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur hans manna á Breiðabliki í dag. Hann dugði liðinu þó ekki til að komast í Evrópukeppni. „Það góða var að við spiluðum mjög agaðan leik og kláruðum þetta svo í lokin með góðum skyndisóknum,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn kvaðst ánægður með tímabilið enda hefur Fjölnir aldrei endað ofar né fengið fleiri stig í efstu deild. „Þetta hefur verið frábært sumar og við höfum spilað heilt yfir frábæra leiki. Við vorum í toppbaráttu allt sumarið sem er nýbreytni hjá Fjölni. Það er gott að enda þetta á sigri,“ sagði Ágúst. En hvað vantaði upp á til að ná Evrópusæti? „Við förum yfir það núna og sjáum hvað vantar. Við förum að hugsa um næsta ár eftir helgi. Við erum komnir til að vera og erum nokkuð sáttir með tímabilið.“ Ágúst hefur náð frábærum árangri með Fjölni síðan hann tók við liðinu eftir tímabilið 2011. Hann vill halda áfram með liðið. „Við höfum alltaf farið upp á við og ef við gerum það á næsta ári hljótum við að ná Evrópusæti. Það hlýtur að vera stefnan hjá félaginu. Ég vil vera áfram, þetta er frábært félag og ég er mjög ánægður í Grafarvoginum,“ sagði Ágúst að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Fjölnir kláraði tímabilið með stæl þegar liðið vann 0-3 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Sigurinn dugði Fjölni þó ekki til að komast í Evrópukeppni því Stjarnan og KR unnu sína leiki á sama tíma. Fjölnismenn enduðu þó í 4. sæti deildarinnar með 37 stig sem er besti árangur í sögu félagsins. Blikar enduðu hins vegar í 6. sæti og misstu af Evrópusæti. Hans Viktor Guðmundsson, Ingimundur Níels Óskarsson og Gunnleifur Gunnleifsson (sjálfsmark) skoruðu mörk Fjölnis á síðustu sex mínútum leiksins í dag. Fram að því höfðu Blikar verið sterkari aðilinn en tókst ekki að skora.Af hverju vann Fjölnir? Fyrri hálfleikurinn var jafn og í rólegri kantinum. Blikar voru meira með boltann en Fjölnismenn vörðust aftarlega og gáfu fá færi á sér. Það sama var uppi á teningnum fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. Þá var eins og það kviknaði á Blikum sem voru frábærir næstu 20 mínútur og sköpuðu sér góð færi sem ekki nýttust. Boltinn fór tvisvar sinnum í tréverkið hjá Fjölni, Þórður Ingason varði nokkrum sinnum vel og Árni Vilhjálmsson skaut framhjá úr dauðafæri. Auk þess vildu heimamenn fá víti. En Fjölnismenn seigluðust áfram komust yfir, þvert gegn gangi leiksins, þegar fimm mínútur voru eftir. Og þá lögðu Blikar niður vopnin og gestirnir bættu tveimur mörkum við eftir skyndisóknir.Þessir stóðu upp úr: Þórður kom aftur inn í Fjölnisliðið eftir meiðsli og var frábær. Hann átti augljóslega í vandræðum með að sparka en hann gat notað hendurnar og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Hans Viktor og Tobias Salquist voru góðir í hjarta Fjölnisvarnarinnar og sá fyrrnefndi skoraði einnig fyrsta markið. Viðar Ari Jónsson var einnig góður í stöðu hægri bakvarðar eins og hann hefur verið í allt sumar. Einn allra stöðugasti leikmaður deildarinnar. Solberg átti svo draumainnkomu, lagði upp markið fyrir Ingimund Níels og átti svo skot í slá sem fór af Gunnleifi og í markið.Hvað gekk illa? Blikar spiluðu alls ekki illa í leiknum en þeir fóru full seint í gang. Að því sögðu sköpuðu þeir sér nógu góð færi til að vinna leikinn. En eins og svo oft áður í sumar voru þeir klaufar upp við markið. Arnþór Ari Atlason skaut t.a.m. í slánna af stuttu færi en með aðeins meiri yfirvegun færi strákurinn létt með að skora 10 mörk á tímabili. Blikar skoruðu aðeins 27 mörk í sumar, tveimur meira en Fylkir sem féll. Það er því augljóst að sóknarleikurinn varð Breiðabliki að falli í sumar.Hvað gerist næst? Það verður eflaust lítil stemmning á Pallaballinu í Smáranum í kvöld. Blikar unnu aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í 6. sæti sem verða að teljast mikil vonbrigði. Fjölnismenn eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð Evrópusætinu en þeir geta huggað sig við að þeir áttu frábært tímabil. Strákarnir hans Ágústs Gylfasonar voru í efstu þremur sætum deildarinnar nánast allt sumarið, skoruðu næstflest mörkin (42) og það vantaði sáralítið upp á að liðið kæmist til Evrópu.Arnar: Þetta er blóðugt Breiðablik missti af Evrópusæti og féll alla leið niður í 6. sæti Pepsi-deildar karla er liðið tapaði 0-3 fyrir Fjölni á heimavelli í lokaumferðinni í dag. Blikar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir fóru illa með færin sín sem reyndist dýrkeypt á endanum. „Fyrri hálfleikurinn var jafn. Við vorum ívið meira með boltann en sköpuðum ekki nógu hættuleg færi. Svo höfðum við algjöra yfirburði í seinni hálfleik og fengum 3-4 dauðafæri sem við nýttum ekki,“ sagði Arnar eftir leikinn í dag. „0-0 er hættuleg staða. Fjölnir er með gott sóknarlið og við gleymdum okkur þegar þeir skoruðu fyrsta markið. Svo misstu menn hausinn, við vissum að við þyrftum að vinna og það skipti ekki máli hvort við töpuðum 1-0 eða 3-0. Þetta er blóðugt.“ Blikar enduðu sem áður sagði í 6. sæti sem Arnar viðurkennir að séu mikil vonbrigði. „Við ætluðum að keppa á toppnum þannig að þetta eru klárlega mikil vonbrigði. En þegar menn nýta ekki færin sín erum við ekki nógu góðir,“ sagði þjálfarinn. Arnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segir líklegra en ekki að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu á næsta ári. „Það verður að koma í ljós, ég á ár eftir að samningnum. Ég geri frekar ráð fyrir því að vera áfram,“ sagði Arnar að lokum.Ágúst: Vil vera áfram „Þetta er súrsætur sigur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur hans manna á Breiðabliki í dag. Hann dugði liðinu þó ekki til að komast í Evrópukeppni. „Það góða var að við spiluðum mjög agaðan leik og kláruðum þetta svo í lokin með góðum skyndisóknum,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn kvaðst ánægður með tímabilið enda hefur Fjölnir aldrei endað ofar né fengið fleiri stig í efstu deild. „Þetta hefur verið frábært sumar og við höfum spilað heilt yfir frábæra leiki. Við vorum í toppbaráttu allt sumarið sem er nýbreytni hjá Fjölni. Það er gott að enda þetta á sigri,“ sagði Ágúst. En hvað vantaði upp á til að ná Evrópusæti? „Við förum yfir það núna og sjáum hvað vantar. Við förum að hugsa um næsta ár eftir helgi. Við erum komnir til að vera og erum nokkuð sáttir með tímabilið.“ Ágúst hefur náð frábærum árangri með Fjölni síðan hann tók við liðinu eftir tímabilið 2011. Hann vill halda áfram með liðið. „Við höfum alltaf farið upp á við og ef við gerum það á næsta ári hljótum við að ná Evrópusæti. Það hlýtur að vera stefnan hjá félaginu. Ég vil vera áfram, þetta er frábært félag og ég er mjög ánægður í Grafarvoginum,“ sagði Ágúst að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira