Lokaorrustan er í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2016 08:00 Breiðablik og Fjölnir mætast í sannkölluðum Evrópuslag á Kópavogsvelli. vísir/hanna Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira