Sport

Kaepernick hefur fengið morðhótanir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kaepernick (til vinstri) er einn umtalaðasti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Kaepernick (til vinstri) er einn umtalaðasti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum um þessar mundir. vísir/getty
Colin Kaepernick, einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, segist hafa fengið morðhótanir vegna mótmæla sinna á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni.

Kaepernick, sem leikur með San Francisco 49ers, hefur vakið athygli fyrir að neita að standa á meðan þjóðsöngurinn er fluttur fyrir leiki. Með þessu vill hann mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum.

Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir þetta athæfi sitt en fólk hefur mjög misjafnar skoðanir á því.

Kaepernick hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum en sumir hafa hneyklast á honum og aðrir ganga svo langt að hóta honum lífláti.

Kaepernick hefur ekki látið 49ers vita af hótununum en hann segir að ef eitthvað komi fyrir hann muni það sanna málstað hans.

NFL

Tengdar fréttir

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick

Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.

Treyja Kaepernick selst sem aldrei fyrr

Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr.

Flýttu þjóðsöngnum út af Rapinoe

Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk ekki tækifæri til þess að mótmæla er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Margir mótmæltu í þjóðsöngnum

Mótmæli svartra leikmanna í NFL-deildinni héldu áfram í gær þó svo dagurinn hafi verið viðkvæmur enda 15 ár í gær síðan ráðist var á Bandaríkin.

Sýndi Kaepernick stuðning í verki

Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.

Kaepernick fær meiri stuðning

Enn einn NFL-leikmaðurinn neitaði að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×