Sport

Hafþór Júlíus reyndi að kremja Packers-hjálm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Íslendingarnir Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson voru áberandi á fyrsta heimaleik NFL-liðsins Minnesota Vikings á nýjum leikvangi um helgina.

US Bank Stadium var vígður aðfaranótt sunnudags er víkingarnir í Minnesota tóku á móti erkifjendum sínum í Green Bay Packers og unnu góðan sigur, 17-14.

Í vikunni fyrir leik hafði Víkingaklappið, sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins gerðu heimsfrægt á EM í sumar, vel kynnt fyrir stuðningsmönnum Minnesota sem gerðu það svo á sínu á leiknum.

Til að aðstoða við kynninguna voru landsliðsfyriðinn Aron Einar Gunnarsson og heljarmennið Hafþór Júlíus Björnsson fengnir til að ávarpa stuðningsmenn á risaskjá fyrir leik.

Myndband af öllu saman hefur verið birt á heimasíðu Minnesota Vikings og má sjá hér. Þar má meðal annars sjá Hafþór Júlíus reyna að kremja Green Bay Packers-hjálm. Viðtal við Aron Einar sem tekið var á mánudag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

NFL

Tengdar fréttir

Aron Einar: Vikings er núna mitt lið

Landsliðsfyrirliðinn tók þátt í hátíðarhöldum þegar nýr leikvangur var vígður hjá NFL-liðinu Minnesota Vikings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×