Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 14:47 Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. Nú þegar eru sex rússnesk herskip á svæðinu auk fylgiskipa. Spennan hefur magnast hratt í Sýrlandi á síðustu dögum og er ástandið til umræðu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þetta gert til að styrkja þau skip sem þegar eru til staðar í Miðjarðarhafinu. Rússneski flotinn hefur verið með fasta viðveru við strendur Sýrlands frá 2013. Samkvæmt TASS verður Kuznetsov notaður til loftárása í Sýrlandi og stendur til að hafa skipið á svæðinu í minnst þrjá mánuði. Vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna virðist vera úti, þrátt fyrir að hvorki John Kerry né Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar, vilji viðurkenna það þar sem átök hafa víða blossað upp aftur. Þeir eru nú á fundi Öryggisráðsins. Þá gerði bandalag Bandaríkjanna loftárás á fjölda hermanna stjórnarhers Sýrlands um helgina. Talið er að minnst 60 hermenn hafi fallið. Rússar er svo sakaðir um að hafa gert loftárás á bílalest Rauða hálfmánans nærri Aleppo.Uppýsingar um Admiral Kutznetsov.Vísir/GraphicNews Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. Nú þegar eru sex rússnesk herskip á svæðinu auk fylgiskipa. Spennan hefur magnast hratt í Sýrlandi á síðustu dögum og er ástandið til umræðu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þetta gert til að styrkja þau skip sem þegar eru til staðar í Miðjarðarhafinu. Rússneski flotinn hefur verið með fasta viðveru við strendur Sýrlands frá 2013. Samkvæmt TASS verður Kuznetsov notaður til loftárása í Sýrlandi og stendur til að hafa skipið á svæðinu í minnst þrjá mánuði. Vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna virðist vera úti, þrátt fyrir að hvorki John Kerry né Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar, vilji viðurkenna það þar sem átök hafa víða blossað upp aftur. Þeir eru nú á fundi Öryggisráðsins. Þá gerði bandalag Bandaríkjanna loftárás á fjölda hermanna stjórnarhers Sýrlands um helgina. Talið er að minnst 60 hermenn hafi fallið. Rússar er svo sakaðir um að hafa gert loftárás á bílalest Rauða hálfmánans nærri Aleppo.Uppýsingar um Admiral Kutznetsov.Vísir/GraphicNews
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41
Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15