Fótbolti

Suárez ósáttur: Fótbolti er fyrir karlmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brasilíumaðurinn Filipe Luís birti í gærkvöldi mynd af takkafari sem hann fékk í leik Barcelona og Atlético Madrid á Nývangi.

Sökudólgurinn var Luis Suárez, framherji Barcelona, en eins og sjá má á myndinni hér að neðan er sárið nokkuð veglegt.

Skömmu eftir að flautað var til leiksloka var Luís búinn að smella af mynd af fætinum á sér og birta á Instagram. Með myndinni fylgdi textinn: „Hann snerti mig allavega ekki.“

Suárez var spurður um myndina og það stóð ekki á svörum hjá Úrúgvæanum.

„Fótbolti er fyrir karlmenn. Það sem gerist á vellinum verður eftir þar,“ sagði Suárez.

„Ef leikmenn myndu setja allt sem gerðist á vellinum inn á samfélagsmiðla myndi fótboltinn breytast í sirkus.“

Leik Barcelona og Atlético Madrid lyktaði með 1-1 jafntefli. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik en Ángel Correra jafnaði metin fyrir gestina á 61. mínútu.

Menos mal que no me toca!

A photo posted by Filipe Luís Kasmirski (@filipeluis) on


Tengdar fréttir

Messi meiddist í stórleiknum

Barcelona tók á móti Atletico Madrid í kvöld. Þetta var átakaleikur sem endaði með jafntefli, 1-1.

Messi frá í þrjár vikur

Barcelona varð fyrir áfalli í leiknum gegn Atletico Madrid í kvöld er Lionel Messi haltraði af velli í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×