Afleikur Framsóknar Einar Brynjólfsson og Smári McCarthy skrifar 22. september 2016 14:02 Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar