Víkingarnir frá Minnesota fóru illa með besta leikmann deildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2016 11:42 Everson Griffen og félagar fóru illa með Cam Newton í gær. Vísir/Getty Minnesota Vikings undirstrikaði í gær að liðið er til alls líklegt á tímabilinu þrátt fyrir meiðsli lykilmanna að undanförnu. Vikings vann í gær öruggan sigur á Carolina Panthers, 22-10, en liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu til þessa. Minnesota hefur misst bæði leikstjórnandann sinn, Teddy Bridgewater, og einn besta sóknarmann deilarinnar, hlauparann Adrian Peterson, í alvarleg hnémeiðsli en það virðist ekki hafa komið að sök. Vörn liðsins hefur verið frábær og hún náði að stöðva Cam Newton, sem var kjörinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, í gær. Newton kom reyndar Carolina í 10-0 forystu í leiknum með því að hlaupa sjálfur fyrir snertimarki en þá tóku Víkingarnir frá Minnesota yfir. Sam Bradford, sem leysti Bridgewater af hólmi, kastaði á innherjann Kyle Rudolph sem skoraði snertimark auk þess sem að sérlið Minnesota skoraði snertimark eftir að Carolina sparkaði boltanum frá sér. Þetta var fyrsta tap Carolina á heimavelli sínum síðan í nóvember árið 2014 en þess ber að geta að útherjarnir Kelvin Benjamin og Devin Funchess gripu ekki bolta í leiknum. Benjamin hafði verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjum Carolina á tímabilinu. Carolina hefur nú tapað tveimur leikjum af þremur á tímabilinu, jafn mörgum og á öllu síðasta tímabili er liðið komst í Super Bowl en tapaði þar fyrir Denver Broncos.Trevor Siemian ræðir við Gary Kubiak, aðalþjálfara Denver.Vísir/GettyDenver fer hins vegar frábærlega af stað, þrátt fyrir að Peyton Manning hefur lagt skóna á hilluna. Hinn ungi Tervor Siemian hefur verið magnaður í fyrstu leikjum liðsins og leikstjórnandinn sýndi í gær að hann er verðugur eftirmaður Manning. Siemian kastaði fyrir fjórum snertimörkum í 29-17 sigri Denver á Cincinnati Bengals. Siemian kastaði boltanum aldrei frá sér og kláraði ellefu af tólf sendingum sínum í fjórða leikhluta, er Denver skoraði tvívegis. Þar af voru tvö löng köst á bæði Emmanuel Sanders og Demaryius Thomas sem skoruðu báðir snertimörk. Hlauparinn Jeremy Hill skoraði tvö snertimörk fyrir Bengals í gær en það dugði ekki til. Liðið vann New York Jets í fyrsta leiknum en hefur tapað báðum síðan þá.Ryan Fitzpatrick vill gleyma gærdeginum sem fyrst.Vísir/GettyJets steinlá fyrir Kansas City Chiefs, 24-3, í sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sports í gær þar sem leikstjórandinn Ryan Fitzpatrick upplifði hreinræktaða martröð og kastaði boltanum sex sinnum frá sér. Sókn Jets tapapði boltanum alls átta sinnum í leiknum. Alex Smith átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda Kansas City en verk hans var létt í ljósi þess að varnarleikur liðsins var frábær í gær. Kansas City, sem er í sömu deild og Denver, hefur unnið tvo af þrjá leikjum sínum.Carson Wentz hefur verið frábær með Eagles.Vísir/GettyEin áhugaverðasta saga tímabilsins til þessa er þó velgengni Philadelphia Eagles og nýliðans Carson Wentz. Eagles rústaði í gær grannliði sínu, Pittsburgh Steelers, 34-3, en síðarnefnda liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu og hefur almennt verið talið eitt allra sterkasta lið NFL-deildarinnar í ár. En Wentz lék sér einafaldlega að Steelers í gær. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og alls 301 jarda. Philadelphia er eitt af fimm liðum sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en hin liðin eru Denver, New England Patriots, Minnesota og Baltimore Ravens. Baltimore vann í gær Jacksonville, 19-17, í spennandi leik en meðal annarra úrslita má nefna að Washington Redskins vann New York Giants, 29-27, í miklum slag þar sem útherjinn Odell Beckham og varnarmaðurinn Josh Norman áttust við. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Green Bay Packers og Seattle Seahawks, unnu einnig sannfærandi sigra í sínum leikjum en Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, meiddist þó í gær og er óvíst hvort að hann verði klár í næsta leik. Umferðinni lýkur svo með viðureign New Orleans Saints og Atlanta Falcons í kvöld. Úrslit gærdagsins: Buffalo - Arizona 33-18 Carolina - Minnesota 10-22 Cincinnati - Denver 17-29 Green Bay - Detroit 34-27 Jacksonville - Baltimore 17-19 Miami - Cleveland 30-24 New York - Washington 27-29 Tennessee - Oakland 10-17 Seattle - San Francisco 37-18 Tampa Bay - LA Rams 32-37 Indianapolis - San Diego 26-22 Kansas City - NY Jets 24-3 Philadelphia - Pittsburgh 34-3 Dallas - Chicago 31-17 NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sjá meira
Minnesota Vikings undirstrikaði í gær að liðið er til alls líklegt á tímabilinu þrátt fyrir meiðsli lykilmanna að undanförnu. Vikings vann í gær öruggan sigur á Carolina Panthers, 22-10, en liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu til þessa. Minnesota hefur misst bæði leikstjórnandann sinn, Teddy Bridgewater, og einn besta sóknarmann deilarinnar, hlauparann Adrian Peterson, í alvarleg hnémeiðsli en það virðist ekki hafa komið að sök. Vörn liðsins hefur verið frábær og hún náði að stöðva Cam Newton, sem var kjörinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, í gær. Newton kom reyndar Carolina í 10-0 forystu í leiknum með því að hlaupa sjálfur fyrir snertimarki en þá tóku Víkingarnir frá Minnesota yfir. Sam Bradford, sem leysti Bridgewater af hólmi, kastaði á innherjann Kyle Rudolph sem skoraði snertimark auk þess sem að sérlið Minnesota skoraði snertimark eftir að Carolina sparkaði boltanum frá sér. Þetta var fyrsta tap Carolina á heimavelli sínum síðan í nóvember árið 2014 en þess ber að geta að útherjarnir Kelvin Benjamin og Devin Funchess gripu ekki bolta í leiknum. Benjamin hafði verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjum Carolina á tímabilinu. Carolina hefur nú tapað tveimur leikjum af þremur á tímabilinu, jafn mörgum og á öllu síðasta tímabili er liðið komst í Super Bowl en tapaði þar fyrir Denver Broncos.Trevor Siemian ræðir við Gary Kubiak, aðalþjálfara Denver.Vísir/GettyDenver fer hins vegar frábærlega af stað, þrátt fyrir að Peyton Manning hefur lagt skóna á hilluna. Hinn ungi Tervor Siemian hefur verið magnaður í fyrstu leikjum liðsins og leikstjórnandinn sýndi í gær að hann er verðugur eftirmaður Manning. Siemian kastaði fyrir fjórum snertimörkum í 29-17 sigri Denver á Cincinnati Bengals. Siemian kastaði boltanum aldrei frá sér og kláraði ellefu af tólf sendingum sínum í fjórða leikhluta, er Denver skoraði tvívegis. Þar af voru tvö löng köst á bæði Emmanuel Sanders og Demaryius Thomas sem skoruðu báðir snertimörk. Hlauparinn Jeremy Hill skoraði tvö snertimörk fyrir Bengals í gær en það dugði ekki til. Liðið vann New York Jets í fyrsta leiknum en hefur tapað báðum síðan þá.Ryan Fitzpatrick vill gleyma gærdeginum sem fyrst.Vísir/GettyJets steinlá fyrir Kansas City Chiefs, 24-3, í sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sports í gær þar sem leikstjórandinn Ryan Fitzpatrick upplifði hreinræktaða martröð og kastaði boltanum sex sinnum frá sér. Sókn Jets tapapði boltanum alls átta sinnum í leiknum. Alex Smith átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda Kansas City en verk hans var létt í ljósi þess að varnarleikur liðsins var frábær í gær. Kansas City, sem er í sömu deild og Denver, hefur unnið tvo af þrjá leikjum sínum.Carson Wentz hefur verið frábær með Eagles.Vísir/GettyEin áhugaverðasta saga tímabilsins til þessa er þó velgengni Philadelphia Eagles og nýliðans Carson Wentz. Eagles rústaði í gær grannliði sínu, Pittsburgh Steelers, 34-3, en síðarnefnda liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu og hefur almennt verið talið eitt allra sterkasta lið NFL-deildarinnar í ár. En Wentz lék sér einafaldlega að Steelers í gær. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og alls 301 jarda. Philadelphia er eitt af fimm liðum sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en hin liðin eru Denver, New England Patriots, Minnesota og Baltimore Ravens. Baltimore vann í gær Jacksonville, 19-17, í spennandi leik en meðal annarra úrslita má nefna að Washington Redskins vann New York Giants, 29-27, í miklum slag þar sem útherjinn Odell Beckham og varnarmaðurinn Josh Norman áttust við. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Green Bay Packers og Seattle Seahawks, unnu einnig sannfærandi sigra í sínum leikjum en Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, meiddist þó í gær og er óvíst hvort að hann verði klár í næsta leik. Umferðinni lýkur svo með viðureign New Orleans Saints og Atlanta Falcons í kvöld. Úrslit gærdagsins: Buffalo - Arizona 33-18 Carolina - Minnesota 10-22 Cincinnati - Denver 17-29 Green Bay - Detroit 34-27 Jacksonville - Baltimore 17-19 Miami - Cleveland 30-24 New York - Washington 27-29 Tennessee - Oakland 10-17 Seattle - San Francisco 37-18 Tampa Bay - LA Rams 32-37 Indianapolis - San Diego 26-22 Kansas City - NY Jets 24-3 Philadelphia - Pittsburgh 34-3 Dallas - Chicago 31-17
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sjá meira