Brothætt byggð? Starri Reynisson skrifar 29. september 2016 00:00 Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar