Íslenski boltinn

Ólafur: FH er búið að vinna þetta mót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur sáttur eftir sigurinn í kvöld.
Ólafur sáttur eftir sigurinn í kvöld. vísir/eyþór
„Þetta var mjög sætur sigur,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Valsmenn unnu frábæran, 3-2, sigur á Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld og getur liðið ekki tapað þessa dagana. Sigurmarkið kom í uppbótartíma á 97. mínútu leiksins. Það gerði Andreas Albach eftir laglegt spil.

„Það er nánast ekki hægt að vinna leik sætara en þetta, en að sama skapi ömurlegt að tapa svona leik. Mér fannst við ekki vera nægilega sterkir í fyrri hálfleik. Mér fannst liðsheildin ekki nógu góð og menn að reyna gera hlutina sjálfir,“ segir Ólafur sem fór vel yfir málin inni í búningsherbergi í hálfleik.

„Ég vissi það ef við myndum byrja spila okkar bolta þá myndum við alltaf fá færi. Ég er bara mjög ánægður með liðið mitt og leikmennina þessa dagana, það er ekki hægt að neita því,“ segir þjálfarinn en hann ætlar sér að komast í annað sæti deildarinnar.

„FH er búið að vinna þetta mót, það er ekki hægt að ná þeim, það er alveg útilokað.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×