Vandræðaleg byrjun Rams eftir endurkomuna til Los Angeles | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 07:00 San Francisco 49ers fagnar snertimarki. vísir/getty Fyrsta leikvika NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta kláraðist í nótt með tveimur mánudagsleikjum þar sem Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers unnu sannfærandi sigra. Pittsburgh sótti Washington Redskins heim og vann stórsigur, 38-16. Pittsburgh er talið líklegt til að vinna Ameríkudeildina og komast alla leið í Super Bowl í ár. Antonio Brown, útherji Pittsburgh, sem er sá besti í deildinni, var magnaður í nótt en hann greip átta bolta fyrir 126 jördum og skoraði tvö snertimörk. Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi liðsins, kláraði 27 sendingar af 37 fyrir 300 jördum og kastaði fyrir þremur snertimörkum. Ekki átti hlauparinn DeAngelo Williams síðri leik en hann hljóp 143 jarda í 26 tilranum eða 5,5 að meðaltali í tilraun og skoraði tvö snertimörk. Rams tapaði fyrsta leiknum sínum eftir endurkomuna til Los Angeles en liðið hefur verið búsett í St. Louis undanfarin 26 ár. Það sótti San Francisco 49ers heim í nótt og skoraði ekki eitt einasta stig. Lokatölur, 28-0. Carlos Hyde, hlaupari 49ers, átti fínan leik og skilaði tveimur snertimörkum en hjá gestunum frá englaborginni var enginn að gera neitt af viti. Vandræðaleg byrjun hjá Los Angeles-liðinu.Hér má sjá það helsta úr leik Pittsburgh og Washington og hér er það helsta úr sigri 49ers gegn Rams. NFL Tengdar fréttir New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Jimmy Garoppolo stóð sig vel í fjarveru Tom Brady en hann byrjar nýtt NFL-tímabil í fjögurra leikja banni. 12. september 2016 07:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Fyrsta leikvika NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta kláraðist í nótt með tveimur mánudagsleikjum þar sem Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers unnu sannfærandi sigra. Pittsburgh sótti Washington Redskins heim og vann stórsigur, 38-16. Pittsburgh er talið líklegt til að vinna Ameríkudeildina og komast alla leið í Super Bowl í ár. Antonio Brown, útherji Pittsburgh, sem er sá besti í deildinni, var magnaður í nótt en hann greip átta bolta fyrir 126 jördum og skoraði tvö snertimörk. Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi liðsins, kláraði 27 sendingar af 37 fyrir 300 jördum og kastaði fyrir þremur snertimörkum. Ekki átti hlauparinn DeAngelo Williams síðri leik en hann hljóp 143 jarda í 26 tilranum eða 5,5 að meðaltali í tilraun og skoraði tvö snertimörk. Rams tapaði fyrsta leiknum sínum eftir endurkomuna til Los Angeles en liðið hefur verið búsett í St. Louis undanfarin 26 ár. Það sótti San Francisco 49ers heim í nótt og skoraði ekki eitt einasta stig. Lokatölur, 28-0. Carlos Hyde, hlaupari 49ers, átti fínan leik og skilaði tveimur snertimörkum en hjá gestunum frá englaborginni var enginn að gera neitt af viti. Vandræðaleg byrjun hjá Los Angeles-liðinu.Hér má sjá það helsta úr leik Pittsburgh og Washington og hér er það helsta úr sigri 49ers gegn Rams.
NFL Tengdar fréttir New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Jimmy Garoppolo stóð sig vel í fjarveru Tom Brady en hann byrjar nýtt NFL-tímabil í fjögurra leikja banni. 12. september 2016 07:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Jimmy Garoppolo stóð sig vel í fjarveru Tom Brady en hann byrjar nýtt NFL-tímabil í fjögurra leikja banni. 12. september 2016 07:06