Íslenski boltinn

Stór dagur í Pepsi-deildinni | Heil umferð spiluð og þrír leikir í beinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
FH-ingar geta sama og klárað dæmið í dag.
FH-ingar geta sama og klárað dæmið í dag. vísir/ernir
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag en aðeins eru fjórar umferðir eftir af tímabilinu. FH er svo gott sem orðið meistari og getur treyst stöðu sína á toppnum enn frekar í dag.

FH-ingar heimsækja Fylkismenn í Árbæinn sem eru í harðri fallbaráttu með 17 stig í næst síðasta sæti, stigi á eftir ÍBV sem á erfiðan heimaleik gegn Stjörnunni. Stjarnan aftur á móti búin að tapa fjórum leikjum í röð.

Með sigri fer FH úr 38 stigum í 41 en það á ekki möguleika á að vinna titilinn í dag vegna innbyrðis leiks Vals og Breiðabliks sem eru í 2. og 4. sæti með 31 stig líkt og Fjölnir sem mætir Þrótti á heimavelli.

Valur, Fjölnir og Breiðablik hefðu öll þurft að tapa og FH að vinna í dag til þess að Hafnafjarðarliðið gæti fagnað áttunda Íslandsmeistaratitlinum sínum en augljóslega fær annað hvort, nú eða bæði liðin, stig í viðureign Vals og Blika. FH þarf því að bíða allavega til sunnudags með að fagna titlinum.

Víkingaslagur verður í Ólafsvík en Reyk-Víkingar eru í áttunda sæti með 24 stig og Ólsarar í níunda sæti með 19 stig. Víkingar í Reykjavík eru að gera hvað þeir geta til að sogast niður í fallbaráttuna en sigur á ÍBV í 16. umferð heldur liðinu að öllum líkindum uppi.

Umferð dagsins getur haft mikil áhrif á fallbaráttuna og baráttuna um Evrópusæti. Vakin er athygli á því að fimm leikjanna hefjast klukkan 17.00 en þrír þeirra verða í beinni útsendingu. Pepsi-mörkin eru svo á dagskrá klukkan 22.00.

Leikir dagsins:

17:00 Víkingur Ó. - Víkingur R., Ólafsvíkurvöllur   

17:00 Fjölnir - Þróttur R., Extra-völlurinn        

17.00 Fylkir - FH, Floridana-völlurinn Stöð 2 Sport   

17:00 ÍA - KR, Norðurálsvöllurinn Stöð 2 Sport   

17:00 ÍBV - Stjarnan, Hásteinsvöllur            

20:00 Valur - Breiðablik, Valsvöllur Stöð 2 Sport

22.00 Pepsi-mörkin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×