Hver þáttur af Endeavour eins og kvikmynd að lengd Sara McMahon skrifar 17. september 2016 10:00 Börkur Sigþórsson ásamt leikurum þáttarins, þeim Shaun Evans, Roger Allam, Dakota Blue Richards og Sean Rigby. Mynd/Magni Ágústsson Leikstjórinn Börkur Sigþórsson hefur verið á Englandi frá því í júní við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Endeavour. Þættirnir fjalla um lögreglufulltrúann Morse á yngri árum og með aðalhlutverk fara Shaun Evans og Roger Allam. Börkur var einn fjögurra leikstjóra spennuþáttanna Ófærðar, sem fóru sigurför um heiminn síðasta vetur, og hefur verkefnum rignt yfir hann síðan; á meðal þeirra var þetta. „Ég er búinn að vera með annan fótinn úti í London í nokkur ár og er með enskan umboðsmann en eftir að Ófærð var sýnd í Bretlandi jókst eftirspurnin eftir mér töluvert. Þannig það mætti segja að þetta verkefni hafi komið inn til mín vegna velgengni Ófærðar,“ segir Börkur. Næsta þáttaröð Endeavour telur fjóra þætti og leikstýrir Börkur þeim þriðja. Hver þáttur er 90 mínútur að lengd og krefst mikils undirbúnings, þá helst við val á leikurum og tökustöðum. „Hver þáttur af Endeavour er sjálfstæð saga og eins og kvikmynd að lengd, sem er virkilega spennandi fyrir leikstjóra að gera. Ferlið er mjög ólíkt því sem á sér stað til dæmis við tökur á framhaldsþáttum líkt og Ófærð, þar sem maður tekur við söguþræði frá öðrum leikstjóra – nokkuð sem krefst mikils samstarfs og samhæfingar milli leikstjóra og er mjög lærdómsríkt,“ útskýrir hann. Tökur á þættinum hófust í lok síðasta mánaðar og stóðu í rúmar fimm vikur. Að sögn Barkar ríkti góður andi á tökustað og ber hann aðalleikurunum tveimur vel söguna. „Leikararnir tóku manni opnum örmum og voru fagmenn fram í fingurgóma. Ég var náttúrulega að koma inn í þriðja þátt og teymið því orðið vel smurt þegar ég tek við. Það eina sem gekk erfiðlega var það að ég hafði tilhneigingu til að kalla persónu Roger Allams Friday (föstudagur), en hún heitir Fred Thursday (fimmtudagur). Þetta var einhver meinloka hjá mér og var hætt að vera fyndið undir lokinn. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni en mikil keyrsla enda mikið efni sem þurfti að skjóta á frekar stuttum tíma miðað er við lengd handritsins.“ Í vetur mun Börkur leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og verður hún framleidd af framleiðslufyrirtækinu RVK Studios og Agnesi Johansen. Auk þess bíða hans nokkur erlend verkefni. Inntur eftir því hvort hann sé þá endanlega búinn að skipta ljósmyndun út fyrir leikstjórn, segir Börkur að starfsgreinarnar kallist á og því muni hann aldrei segja skilið við ljósmyndun. „Ljósmyndunin er stór partur af mér og ég hef ekki sagt skilið við hana, en faglegur fókus er á leikstjórn. Annars vinnur þetta vel saman og ég er alltaf með myndavélina á mér,“ segir hann að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn Börkur Sigþórsson hefur verið á Englandi frá því í júní við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Endeavour. Þættirnir fjalla um lögreglufulltrúann Morse á yngri árum og með aðalhlutverk fara Shaun Evans og Roger Allam. Börkur var einn fjögurra leikstjóra spennuþáttanna Ófærðar, sem fóru sigurför um heiminn síðasta vetur, og hefur verkefnum rignt yfir hann síðan; á meðal þeirra var þetta. „Ég er búinn að vera með annan fótinn úti í London í nokkur ár og er með enskan umboðsmann en eftir að Ófærð var sýnd í Bretlandi jókst eftirspurnin eftir mér töluvert. Þannig það mætti segja að þetta verkefni hafi komið inn til mín vegna velgengni Ófærðar,“ segir Börkur. Næsta þáttaröð Endeavour telur fjóra þætti og leikstýrir Börkur þeim þriðja. Hver þáttur er 90 mínútur að lengd og krefst mikils undirbúnings, þá helst við val á leikurum og tökustöðum. „Hver þáttur af Endeavour er sjálfstæð saga og eins og kvikmynd að lengd, sem er virkilega spennandi fyrir leikstjóra að gera. Ferlið er mjög ólíkt því sem á sér stað til dæmis við tökur á framhaldsþáttum líkt og Ófærð, þar sem maður tekur við söguþræði frá öðrum leikstjóra – nokkuð sem krefst mikils samstarfs og samhæfingar milli leikstjóra og er mjög lærdómsríkt,“ útskýrir hann. Tökur á þættinum hófust í lok síðasta mánaðar og stóðu í rúmar fimm vikur. Að sögn Barkar ríkti góður andi á tökustað og ber hann aðalleikurunum tveimur vel söguna. „Leikararnir tóku manni opnum örmum og voru fagmenn fram í fingurgóma. Ég var náttúrulega að koma inn í þriðja þátt og teymið því orðið vel smurt þegar ég tek við. Það eina sem gekk erfiðlega var það að ég hafði tilhneigingu til að kalla persónu Roger Allams Friday (föstudagur), en hún heitir Fred Thursday (fimmtudagur). Þetta var einhver meinloka hjá mér og var hætt að vera fyndið undir lokinn. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni en mikil keyrsla enda mikið efni sem þurfti að skjóta á frekar stuttum tíma miðað er við lengd handritsins.“ Í vetur mun Börkur leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og verður hún framleidd af framleiðslufyrirtækinu RVK Studios og Agnesi Johansen. Auk þess bíða hans nokkur erlend verkefni. Inntur eftir því hvort hann sé þá endanlega búinn að skipta ljósmyndun út fyrir leikstjórn, segir Börkur að starfsgreinarnar kallist á og því muni hann aldrei segja skilið við ljósmyndun. „Ljósmyndunin er stór partur af mér og ég hef ekki sagt skilið við hana, en faglegur fókus er á leikstjórn. Annars vinnur þetta vel saman og ég er alltaf með myndavélina á mér,“ segir hann að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira