Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir 3-2 | KR færðist nær Evrópusæti Guðmundur Marinó Ingvarsson á Alvogen-vellinum skrifar 18. september 2016 17:45 KR-ingar settu mikla pressu á Fjölni og Breiðablik með sigrinum. vísir/hanna KR lagði Fjölni 3-2 á heimavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR er nú aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir strax á áttundu mínútu en Kennie Knak Chopart jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks en það tók Fjölni aðeins tvær mínútur að jafna. Ingimundur Níels Óskarsson þar að verki. Morten Beck Andersen tryggði KR svo sigurinn mikilvæga tuttugu mínútum fyrir leikslok en bæði lið fengu færi til að skora mun fleiri mörk í þessum frábæra leik. Stigin þrjú skipta KR miklu máli því liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni í baráttunni um Evróupsæti en Fjölnir er í þriðja sæti en KR í því fimmta.Af hverju vann KR? KR lék einn sinn besta sóknarleik í allt sumar í þessum leik. Liðið skoraði þrjú mörk og fékk færi til að skora mun fleiri. Margir leikmanna KR léku mjög vel í leiknum og var liðið betri aðilinn í frábærum leik. Fjölnir skoraði snemma og fékk færi til að komast í 2-0 áður en KR jafnaði metin í fyrri hálfleik en eftir að KR jafnaði blasti alltaf við að liðið myndi taka stigin þrjú.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka einn eða tvo út úr KR liðinu. Í heild lék liðið mjög vel en Óskar Örn Hauksson var fremstur meðal jafningja. Félagi hans í sókninni, Morten Beck Andersen átti einnig mjög góðan leik. Báðir voru þeir mjög duglegir ásamt því að skapa hættu hvað eftir annað í leiknum. Pálmi Rafn Pálmason og Denis Fazlagic léku einnig mjög vel í liði KR sem er mjög líklegt til að pressa vel á Fjölni og Breiðablik í baráttuni um Evrópusætið miðað við leikinn í dag. Hjá Fjölni voru miðjumennirnir Ólafur Páll Snorrason og Igor Jugovic góðir sem og Þórir Guðjónsson í framlínunni á meðan hans naut við.Hvað gekk illa? Martin Lund Pedersen hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis í sumar en hann var langt frá því að ná sér á strik í dag. Ekkert gekk upp hjá honum og varð hann fljótt pirraður sem gerði lítið til að hjálpa honum. Tobias Salquist átti einnig erfitt með skap sitt í leiknum og lauk hann leik á því fá rautt spjald rétt fyrir leikslok og mun hann missa af mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusætið.Hvað gerist næst? Fjölnir á annan jafn mikilvægan leik í baráttunni um Evrópusætið í næstu umferð þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag. Stjarnan er fjórum stigum á eftir Fjölni en á leik til góða. KR sækir víking Ólafsvík og ef úrslitin falla fyrir KR gæti KR verið komið í Evrópusæti fyrir lokaumferðina. Willum: Vonin um Evrópusæti lifir„Vonin um Evrópusæti lifir. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR. „Það var allt lagt í þennan leik og leikurinn bar þess merki. Mér fannst þetta frábær fótbotlaleikur tveggja öflugra liða. „Mér fannst við tök á leiknum mest megnis en það er ekki að ástæðulausu að þeir séu við toppinn á töflunni. Þeir eru með mikil gæði og fljótir að snúa vörn í sókn. Þú getur aldrei verið rólegur á móti Fjölni,“ sagði Willum. Fjölnir komst snemma yfir í leiknum en KR náði að jafna fyrir hálfleik og komast yfir snemma í seinni hálfleik. „Það var mjög mikilvægt. Það endurspeglaði frammistöðu okkar í leiknum. Við herjuðum á þá og náðum að jafna metin. „Það er stöðug vinna að vera með gott fótboltalið. Menn geta aldrei hent inn handklæðinu. Það er ekki til í dæminu hér í Vesturbænum. „Menn verða alltaf að búa ti gulrót og Evrópusætið er okkar gulrót. Það voru allir búnir að afskrifa okkur nema við sjálfir og vonandi höldum við í vonina alveg fram í síðasta leik,“ sagði Willum. Ágúst: Er í okkar höndum„Fyrri hálfleikur var erfiður. Við fengum færi en KR stjórnaði leiknum. Þetta var í rauninni þeirra dagur,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Margir af þeirra lykilmönnum áttu frábæran dag. Óskar skoraði frábært mark alveg í vinkilinn þannig að það gekk allt upp. „Svo horfir maður á það að við töpuðum 3-2 og KR átti toppdag og við jújú allt í lagi. Þetta var örugglega góð skemmtun. Fullt af færum og mörkum,“ sagði Ágúst. Fjölnir er enn í Evrópusæti þrátt fyrir tapið en á tvo mjög erfiða leiki eftir gegn Stjörnunni og Breiðabliki. „Við skorum tvö flott mörk og vanalega vinnum við leikinn á þeim. Fúlt að tapa en við erum enn í bílstjórasætinu. Við ætlum okkur Evrópusæti. Við eigum tvo erfiða leiki eftir en á meðan við erum í lagi þá klárum við þessa leiki. „Þetta er í okkar höndum. Við erum með þetta og ætlum að klára þetta,“ sagði Ágúst sem brosti út í annað þegar minnst var á að nú ætti Fjölnir ekki lengur tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. „Við vissum alltaf að þeir (FH) myndu klára þetta. Það var klárt en Evrópudraumurinn lifir ennþá.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
KR lagði Fjölni 3-2 á heimavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR er nú aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir strax á áttundu mínútu en Kennie Knak Chopart jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks en það tók Fjölni aðeins tvær mínútur að jafna. Ingimundur Níels Óskarsson þar að verki. Morten Beck Andersen tryggði KR svo sigurinn mikilvæga tuttugu mínútum fyrir leikslok en bæði lið fengu færi til að skora mun fleiri mörk í þessum frábæra leik. Stigin þrjú skipta KR miklu máli því liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni í baráttunni um Evróupsæti en Fjölnir er í þriðja sæti en KR í því fimmta.Af hverju vann KR? KR lék einn sinn besta sóknarleik í allt sumar í þessum leik. Liðið skoraði þrjú mörk og fékk færi til að skora mun fleiri. Margir leikmanna KR léku mjög vel í leiknum og var liðið betri aðilinn í frábærum leik. Fjölnir skoraði snemma og fékk færi til að komast í 2-0 áður en KR jafnaði metin í fyrri hálfleik en eftir að KR jafnaði blasti alltaf við að liðið myndi taka stigin þrjú.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka einn eða tvo út úr KR liðinu. Í heild lék liðið mjög vel en Óskar Örn Hauksson var fremstur meðal jafningja. Félagi hans í sókninni, Morten Beck Andersen átti einnig mjög góðan leik. Báðir voru þeir mjög duglegir ásamt því að skapa hættu hvað eftir annað í leiknum. Pálmi Rafn Pálmason og Denis Fazlagic léku einnig mjög vel í liði KR sem er mjög líklegt til að pressa vel á Fjölni og Breiðablik í baráttuni um Evrópusætið miðað við leikinn í dag. Hjá Fjölni voru miðjumennirnir Ólafur Páll Snorrason og Igor Jugovic góðir sem og Þórir Guðjónsson í framlínunni á meðan hans naut við.Hvað gekk illa? Martin Lund Pedersen hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis í sumar en hann var langt frá því að ná sér á strik í dag. Ekkert gekk upp hjá honum og varð hann fljótt pirraður sem gerði lítið til að hjálpa honum. Tobias Salquist átti einnig erfitt með skap sitt í leiknum og lauk hann leik á því fá rautt spjald rétt fyrir leikslok og mun hann missa af mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusætið.Hvað gerist næst? Fjölnir á annan jafn mikilvægan leik í baráttunni um Evrópusætið í næstu umferð þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag. Stjarnan er fjórum stigum á eftir Fjölni en á leik til góða. KR sækir víking Ólafsvík og ef úrslitin falla fyrir KR gæti KR verið komið í Evrópusæti fyrir lokaumferðina. Willum: Vonin um Evrópusæti lifir„Vonin um Evrópusæti lifir. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR. „Það var allt lagt í þennan leik og leikurinn bar þess merki. Mér fannst þetta frábær fótbotlaleikur tveggja öflugra liða. „Mér fannst við tök á leiknum mest megnis en það er ekki að ástæðulausu að þeir séu við toppinn á töflunni. Þeir eru með mikil gæði og fljótir að snúa vörn í sókn. Þú getur aldrei verið rólegur á móti Fjölni,“ sagði Willum. Fjölnir komst snemma yfir í leiknum en KR náði að jafna fyrir hálfleik og komast yfir snemma í seinni hálfleik. „Það var mjög mikilvægt. Það endurspeglaði frammistöðu okkar í leiknum. Við herjuðum á þá og náðum að jafna metin. „Það er stöðug vinna að vera með gott fótboltalið. Menn geta aldrei hent inn handklæðinu. Það er ekki til í dæminu hér í Vesturbænum. „Menn verða alltaf að búa ti gulrót og Evrópusætið er okkar gulrót. Það voru allir búnir að afskrifa okkur nema við sjálfir og vonandi höldum við í vonina alveg fram í síðasta leik,“ sagði Willum. Ágúst: Er í okkar höndum„Fyrri hálfleikur var erfiður. Við fengum færi en KR stjórnaði leiknum. Þetta var í rauninni þeirra dagur,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Margir af þeirra lykilmönnum áttu frábæran dag. Óskar skoraði frábært mark alveg í vinkilinn þannig að það gekk allt upp. „Svo horfir maður á það að við töpuðum 3-2 og KR átti toppdag og við jújú allt í lagi. Þetta var örugglega góð skemmtun. Fullt af færum og mörkum,“ sagði Ágúst. Fjölnir er enn í Evrópusæti þrátt fyrir tapið en á tvo mjög erfiða leiki eftir gegn Stjörnunni og Breiðabliki. „Við skorum tvö flott mörk og vanalega vinnum við leikinn á þeim. Fúlt að tapa en við erum enn í bílstjórasætinu. Við ætlum okkur Evrópusæti. Við eigum tvo erfiða leiki eftir en á meðan við erum í lagi þá klárum við þessa leiki. „Þetta er í okkar höndum. Við erum með þetta og ætlum að klára þetta,“ sagði Ágúst sem brosti út í annað þegar minnst var á að nú ætti Fjölnir ekki lengur tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. „Við vissum alltaf að þeir (FH) myndu klára þetta. Það var klárt en Evrópudraumurinn lifir ennþá.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira