Vilja auka öryggi flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 12:15 Frá fundi Sameinuðu þjóðanna i gær. Vísir/EPA 193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár. Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira