Viðskipti innlent

„Maður verður að viðurkenna og geta lært af mistökunum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Sjálfsgagnrýni er nauðsynleg,“ segir fyrrum forstjóri Straums sem sýnir á Riff mynd um partíið, timburmennina, rándýrin, slaginn og úrskurðinn. 

Heimildarmyndin Ransak, segir frá því hvernig gríðarlegur auður, vogunarsjóðir og hagkerfi heimsins geta haft áhrif á líf venjulegs fólks. Þorsteinn Theódórsson missti fyrirtækið sitt og næstum því líf sitt, en með hjálp dóttur sinnar lögsóttu þau bankana. Átta árum síðar hafa bankarnir selt burt hagnað sinn og hafa aftur grætt milljarða króna. 

Hver vinnur og hver tapar? 

Fyrrverandi forstjóri Straums, Pétur Einarsson, sem jafnframt er framleiðandi myndarinnar verður gestur Sindra Sindrasonar strax að loknum fréttum Stöðvar 2 og sýnir áhorfendum myndbrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×