Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Sigmundur segir að erfitt sé að réttlæta sölu á landi í Skerjafirði. vísir/ernir „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30