Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 14:30 Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira