Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar