Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 09:30 Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira