Bíó og sjónvarp

Buðu Craig 17 milljarða fyrir að leika Bond tvisvar í viðbót

Samúel Karl Ólason skrifar
Daniel Craig.
Daniel Craig. Vísir/Getty
Kvikmyndadeild Sony er sögð hafa boðið leikaranum Daniel Craig 150 milljónir dala, um 17 milljarðar króna, fyrir að leika ofurnjósnarann James Bond í tveimur kvikmyndum til viðbótar. Fjöldi leikara hafa verið orðaðir við hlutverkið á undaförnum mánuðum, en Craig hefur látið í ljós að hann vilji ekki leika í fleiri myndum. Þó hefur hann einnig sagt að hann áskilji sér þess réttar að skipta aftur um skoðun.

Samkvæmt heimildum Radar vilja Sony frá Craig aftur til að taka upp tvær myndir með stuttu millibili. Þann tíma á að nota til að finna nýjan framtíðar-Bond. Fyrirtækið hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar.

Sjá einnig: Þvílík Bondbrigði

Þrátt fyrir velgengni Spectre og Skyfall hefur leikstjóri þeirra, Sam Mendes, sagt að hann muni ekki leikstýra annarri mynd um njósnarann 007.

Fyrr á árinu bárust fregnir af því að undirbúningur væri hafinn fyrir tvær nýjar kvikmyndir um James Bond.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.