Nýir tímar? Ólafur Arnarson skrifar 7. september 2016 08:00 Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Skoðun Ólafur Arnarson Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar