Bætum lífi við árin Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2016 12:13 Sjúkraþjálfarar geta hjálpað eldri borgurum til að lifa sjálfstæðu lífi, aukið lífsgæði þeirra og minnkað kostnað við heilbrigðisþjónustu aldraðra. Þannig hljóma skilaboðin frá þúsundum sjúkraþjálfara um allan heim sem fagna Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar þann 8. september næstkomandi. Þann dag ár hvert, minna sjúkraþjálfarar á mikilvægi starfa sinna og að þessu sinni er lögð áhersla á starf sjúkraþjálfara með eldra fólki, undir slagorðinu „Bætum lífi við árin”. Með því er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að góðri heilsu ævina á enda. Sú áhersla er ekki síst komin til vegna nýrrar skýrslu frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) þar sem segir að stærsta verkefnið fyrir heilbrigðiskerfi komandi ára verði að viðhalda og auka sjálfshjálpargetu eldra fólks. Árið 2050 munu yfir tveir milljarðar manna í heiminum vera eldri en 60 ára og 400 milljónir eldri en 80 ára. Sjúkraþjálfarar munu leika lykilhlutverk í því að aðstoða fullorðið fólk með alls kyns heilbrigðisvanda til að viðhalda og bæta færni sína og getu til sjálfshjálpar og bættra lífsgæða. Samkvæmt Hagstofunni er þróunin á aldurssamsetninu Íslendinga á sömu leið. Því er afar brýnt fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að bregðast við nú þegar með uppbyggingu í þjónustu fyrir aldraða, ekki síst endurhæfingarþjónustu, þar sem virk og öflug sjúkraþjálfun er þungamiðjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar geta hjálpað eldri borgurum til að lifa sjálfstæðu lífi, aukið lífsgæði þeirra og minnkað kostnað við heilbrigðisþjónustu aldraðra. Þannig hljóma skilaboðin frá þúsundum sjúkraþjálfara um allan heim sem fagna Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar þann 8. september næstkomandi. Þann dag ár hvert, minna sjúkraþjálfarar á mikilvægi starfa sinna og að þessu sinni er lögð áhersla á starf sjúkraþjálfara með eldra fólki, undir slagorðinu „Bætum lífi við árin”. Með því er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að góðri heilsu ævina á enda. Sú áhersla er ekki síst komin til vegna nýrrar skýrslu frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) þar sem segir að stærsta verkefnið fyrir heilbrigðiskerfi komandi ára verði að viðhalda og auka sjálfshjálpargetu eldra fólks. Árið 2050 munu yfir tveir milljarðar manna í heiminum vera eldri en 60 ára og 400 milljónir eldri en 80 ára. Sjúkraþjálfarar munu leika lykilhlutverk í því að aðstoða fullorðið fólk með alls kyns heilbrigðisvanda til að viðhalda og bæta færni sína og getu til sjálfshjálpar og bættra lífsgæða. Samkvæmt Hagstofunni er þróunin á aldurssamsetninu Íslendinga á sömu leið. Því er afar brýnt fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að bregðast við nú þegar með uppbyggingu í þjónustu fyrir aldraða, ekki síst endurhæfingarþjónustu, þar sem virk og öflug sjúkraþjálfun er þungamiðjan.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar