Fótbolti

Madrídarliðin í félagaskiptabann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Madrídarliðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Real Madrid hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Madrídarliðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Real Madrid hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. vísir/getty
Spænsku stórliðin Real Madrid og Atlético Madrid hafa verið sett í félagaskiptabann af FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.

Madrídarliðin voru kærð fyrir að brjóta reglur um félagaskipti ungra leikmanna og áfrýjunum þeirra var vísað frá af FIFA.

Bannið tekur gildi í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar næst. Bannið gildir til janúar 2018 en Madrídarliðin mega því ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum.

Félögin fengu einnig vænar sektir. Atlético Madrid þarf að borga rúmar 95 milljónir íslenskra króna og Real Madrid 38 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×