Fótbolti

Ætla með málið til íþróttadómstólsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verða sömu leikmenn í Madridarliðunum fram í janúar árið 2018 ef fram heldur sem horfir.
Það verða sömu leikmenn í Madridarliðunum fram í janúar árið 2018 ef fram heldur sem horfir. vísir/getty
Madridarliðin Real og Atletico ætla ekki að taka því þegjandi að hafa verið sett í félagaskiptabann.

Í gær lá fyrir niðurstaða í máli þeirra og þau mega ekki kaupa leikmenn í næstu tveim leikmannagluggum vegna brota á reglum með erlenda leikmenn undir 18 ára aldri.

Sjá einnig: Madrídarliðin í félagaskiptabann

FIFA úrskurðaði um málið í janúar en félögin áfrýjuðu. Þar af leiðandi gátu þau verslað í sumar. Nú er aftur á móti búið að taka áfrýjunina fyrir og loka aftur á félögin.

Þau neita þó að gefast upp. Næsta skref, og það síðasta, er að fara með málið fyrir íþróttadómstólinn í Sviss.

Bæði félög hafa ráðið til sín erlenda sérfræðinga og eru með her lögmanna sem ætla að berjast í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×