Sport

Kaepernick fær meiri stuðning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marshall á hnénu í nótt.
Marshall á hnénu í nótt.
Enn einn NFL-leikmaðurinn neitaði að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Það var fyrir opnunarleik NFL-deildarinnar hjá Denver Broncos og Carolina Panthers.

Þá fór Brandon Marshall, leikmaður Denver, niður á hné meðan þjóðsöngurinn var leikinn.

Það var Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, sem byrjaði á þessu á undirbúningstímabilinu.

Eric Reid liðsfélagi hans var með honum í síðasta leik og Jeremy Lane hjá Seattle gerði þetta líka. Seattle-liðið er að spá í að mótmæla í heild sinni um næstu helgi.

Með þessu er verið að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og kúgun blökkumanna í landinu.

„Mér fannst þetta vera það eina rétta í stöðunni. Ég er á móti félagslegu óréttlæti. Ég hef ekkert á móti lögreglunni eða hernum. Eða Bandaríkjunum ef út í það er farið. Þetta er okkar staður til þess að mótmæla óréttlæti,“ sagði Marshall.

NFL

Tengdar fréttir

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick

Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.

Flýttu þjóðsöngnum út af Rapinoe

Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk ekki tækifæri til þess að mótmæla er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Sýndi Kaepernick stuðning í verki

Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×