Pressa á Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 10:00 Sólveig Lára og hinir fyrirliðarnir í Olís-deild kvenna. vísir/anton Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00