Íslensku berin bláu sem bæta allt: Bláberjaostakaka Jóa Fel Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 10:30 Svolitla fyrirhyggju þarf við gerð þessarar girnilegu köku sem hann Jói Fel gaf okkur uppskrift að. Hún þarf að standa í nokkra klukkutíma, helst yfir nótt, áður en hún er tilbúin. Vísir/Ernir Nú er sá árstími runninn upp sem fólk skellir sér í berjamó með tínur og ílát. Margir eiga sína leynistaði og við gefum enga slíka upp hér á þessari síðu. Nú verður hver að bjarga sér! Það hefur lengi tíðkast á Íslandi að nýta berin, enda voru þau einu ávextirnir sem aðgengilegir voru almenningi og á síðsumrum varð berjaskyrið þjóðarréttur. Berjaskyrið er enn í fullu gildi, sultur og saft en margs konar nýting bláberja og krækiberja hefur bæst við og nú verða til kökur, bökur og búst með berjum. Ber eru notuð sem krydd með kjöti og bragðefni í drykki, jafnvel áfenga drykki eins og mojito. Eitt af því góða við bláberin er að þau þola vel frystingu og tapa ekki næringarefnum við geymsluna. Meðal þeirra sem kunna vel að meta berin er meistarabakarinn Jói Fel. „Við tínum alltaf mikið af berjum, sultum fullt, bökum og alls konar,“ segir hann kátur og varð fúslega við beiðni um uppskrift að góðri bláberjaköku. Þar koma eðalhráefni eins og rjómaostur og hvítt súkkulaði líka við sögu.Bláberjaostakaka Jóa FelBotn:80 g smjör170 g hafrakex1 tsk. sykur Bræðið smjörið og takið af hitanum. Myljið kexið og blandið svo öllu saman. Setjið plast eða smjörpappír á kantinn og þrýstið botninum í formið og aðeins upp á kanta. Kælið.Fylling:3 stk. matarlím2 tsk. vanilludropar300 g rjómaostur50 g sykur100 g hvítt súkkulaði2 dl þeyttur rjómi Matarlímið er sett í bleyti. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og takið af hitanum. Hrærið rjómaostinn með sykri þar til hann verður mjúkur. Leysið matarlímið upp við vægan hita með vanillu og setjið saman við rjómaostinn ásamt súkkulaðinu. Léttþeytið rjómann og blandið saman við með sleikju. Setjið í form og látið standa í fjórar til fimm klukkustundir eða yfir nótt. Ofan á kökuna250 g bláber2 msk. sykur1 msk. sítrónusafi Setjið allt í matvinnsluvél og vinnið en bara mjög stutt. Einnig má stappa berin með gaffli ef fólk vill. Setjið berin yfir kökuna og dreifið líka nokkrum heilum berjum yfir hana. Gott er að kæla hana aftur í um það bil klukkustund áður en hún er borin fram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. mmm...Vísir BláberjamojitoSvavar Helgi Ernuson barþjónn á Sushisamba gaf okkur þessa dásemdaruppskrift að bláberjamojito.1 matskeið hrásykur5 lime-sneiðar5 myntulauf4 bláber3 cl romm2 cl Cartoon bláberjalíkjörSódavatnKlaki Merjið hrásykur, lime, myntu og bláber saman í glas, helst með litlu mortéli. Setjið rommið og bláberjalíkjörinn út í. Fyllið glasið með muldum ís. Hrærið vel saman og toppið með sódavatni. Skreytið með myntuvendi, lime-sneið og nokkrum bláberjum. Drykkir Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Nú er sá árstími runninn upp sem fólk skellir sér í berjamó með tínur og ílát. Margir eiga sína leynistaði og við gefum enga slíka upp hér á þessari síðu. Nú verður hver að bjarga sér! Það hefur lengi tíðkast á Íslandi að nýta berin, enda voru þau einu ávextirnir sem aðgengilegir voru almenningi og á síðsumrum varð berjaskyrið þjóðarréttur. Berjaskyrið er enn í fullu gildi, sultur og saft en margs konar nýting bláberja og krækiberja hefur bæst við og nú verða til kökur, bökur og búst með berjum. Ber eru notuð sem krydd með kjöti og bragðefni í drykki, jafnvel áfenga drykki eins og mojito. Eitt af því góða við bláberin er að þau þola vel frystingu og tapa ekki næringarefnum við geymsluna. Meðal þeirra sem kunna vel að meta berin er meistarabakarinn Jói Fel. „Við tínum alltaf mikið af berjum, sultum fullt, bökum og alls konar,“ segir hann kátur og varð fúslega við beiðni um uppskrift að góðri bláberjaköku. Þar koma eðalhráefni eins og rjómaostur og hvítt súkkulaði líka við sögu.Bláberjaostakaka Jóa FelBotn:80 g smjör170 g hafrakex1 tsk. sykur Bræðið smjörið og takið af hitanum. Myljið kexið og blandið svo öllu saman. Setjið plast eða smjörpappír á kantinn og þrýstið botninum í formið og aðeins upp á kanta. Kælið.Fylling:3 stk. matarlím2 tsk. vanilludropar300 g rjómaostur50 g sykur100 g hvítt súkkulaði2 dl þeyttur rjómi Matarlímið er sett í bleyti. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og takið af hitanum. Hrærið rjómaostinn með sykri þar til hann verður mjúkur. Leysið matarlímið upp við vægan hita með vanillu og setjið saman við rjómaostinn ásamt súkkulaðinu. Léttþeytið rjómann og blandið saman við með sleikju. Setjið í form og látið standa í fjórar til fimm klukkustundir eða yfir nótt. Ofan á kökuna250 g bláber2 msk. sykur1 msk. sítrónusafi Setjið allt í matvinnsluvél og vinnið en bara mjög stutt. Einnig má stappa berin með gaffli ef fólk vill. Setjið berin yfir kökuna og dreifið líka nokkrum heilum berjum yfir hana. Gott er að kæla hana aftur í um það bil klukkustund áður en hún er borin fram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. mmm...Vísir BláberjamojitoSvavar Helgi Ernuson barþjónn á Sushisamba gaf okkur þessa dásemdaruppskrift að bláberjamojito.1 matskeið hrásykur5 lime-sneiðar5 myntulauf4 bláber3 cl romm2 cl Cartoon bláberjalíkjörSódavatnKlaki Merjið hrásykur, lime, myntu og bláber saman í glas, helst með litlu mortéli. Setjið rommið og bláberjalíkjörinn út í. Fyllið glasið með muldum ís. Hrærið vel saman og toppið með sódavatni. Skreytið með myntuvendi, lime-sneið og nokkrum bláberjum.
Drykkir Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið