Fótbolti

Cillessen að ganga í raðir Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jasper er að kveðja Holland.
Jasper er að kveðja Holland. vísir/getty
Markvörðurinn Jasper Cillessen hefur samþykkt að ganga í raðir Barcelona, en liðin eru talin hafa náð samkomulagi um kaupverðið á kappanum. De Telegraaf í Hollandi greinir frá.

Cillessen er sagður skrifa undir fimm ára samning við Barcelona, en talið er að kaupverðið sé fjórtán milljónir evra fyrir hollenska markvörð Ajax.

Þessi 27 ára gamli markvörður er ekki í leikmannahóp Ajax sem mætir Willem II í dag, en markvörður Newcastle, TIm Krul, er talinn vera arftaki Cillessen hjá Ajax.

Claudio Bravo er stöðugt orðaður við Manchester City, en Joe Hart er á útleið þar og Wilfredo Caballero hefur tekið stöðu hans í markinu. Bravo á að veita Caballero samkeppni og líklega vera markmaður númer eitt.

Barcelona mætir Real Betis klukkan 16.15 í dag, en leikurinn er í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×