Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 09:30 Dagur, Guðmundur og Þórir. Samsett mynd/Vísir/Anton Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54
Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15
Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42