Vinnustöðvun Volkswagen í 6 verksmiðjum Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:13 Í verksmiðju Volkswagen. Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent
Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent