Lífið

Telur framtíð Westeros vera slæma

Samúel Karl Ólason skrifar
Kit Harrington.
Kit Harrington. Vísir/Getty
Leikarinn Kit Harrington, sem leikur Jon Snow/Targaryen í Game of Thrones, virðist hafa áhyggjur af íbúum Westeros fyrir sjöundu þáttaröðina. Hann telur að ástandið muni verða mjög slæmt.

Sjöunda þáttaröð verður að hluta til tekin upp hér á Íslandi og hefjast tökur í janúar.

Sjá einnig: „Ekkert getur undirbúið ykkur“

Harrington viðurkenndi í viðtali sínu við Hollywood Reporter að hann hefði ekki lesið handritið fyrir sjöundu þáttaröðina. Hins vegar er leikarinn í kjörstöðu til að vita hvert þættirnir stefna, því það má vel færa rök fyrir því að hann leiki eina mikilvægustu persónu þáttanna, ef ekki þá mikilvægustu.

„Ég held að ástandið verði mjög slæmt áður en við fáum mögulegan ánægjulegan endi,“ sagði Harrington. Hann bætir við að hann telji líklegt að nú munum við fá að sjá hina ódauðu gera allsherjar innrás í Westeros. (Munið þið eftir merkinu hans Bran?)

„Það verður spennandi að sjá. Ég veit ekki hvað það muni þýða. Ég held að það að veturinn sé loksins kominn muni koma niður á öllum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×