Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2016 13:00 Mynd/HBO Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og þá sérstaklega í síðasta þætti, númer fimm, og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér. Síðasti séns. Eru þau farin? Gott. Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. White Walkers voru skapaðir af Children of the Forest. Bran getur haft áhrif á fortíðina að einhverju leyti og er ástæða þess að Hodor varð Hodor. Summer, úlfur Bran, var drepinn, sem og Three Eyed Raven og þau börn sem eftir voru. Euron Greyjoy er nýr kóngur Járneyjanna og vill flytja Deanerys til Westeros. Theon og Yara ákváðu að reyna að vera á undan honum. Jon Snow er á leiðinni suður og Deanerys Targaryen er loksins á vesturleið. Fyrir utan það hvað bakgrunnur margra atriða virtist vera frá Íslandi var það skemmtilegasta sem gerðist í þættinum líklega þetta hér :)Byrjum á Bran. Hann byrjaði á því að komast að því að White Walkers voru í raun skapaðir sem nokkurs konar gereyðingarvopn af Börnum skógarins. Börnin höfðu búið í Westeros í þúsundir ára þegar fyrstu mennirnir komu þangað, um tólf þúsund árum en þættirnir og bækurnar eiga sér stað. Í fyrstu buðu börnin mennina velkomna þar sem nóg pláss væri fyrir alla. Mennirnir byrjuðu þó að höggva niður skóga barnanna og brenna helg tré þeirra og á endanum hófst stríð þeirra á milli. Stríðið stóð yfir í um tvö þúsund ár þar til samið var til friðar. Í nýjasta þætti sést þó hvernig börnin sköpuðu fyrsta White Walkerinn með því að reka drekagler (e. Dragonglass) inn í brjóst hans. Þeir voru skapaðir á meðan mennirnir og börnin voru í stríði og börnin gripu til þessa örþrifaráðs þar sem mennirnir voru að vinna stríðið. Leaf, sú sama og var í hellinum með Bran og fórnaði sér fyrir hann, skapaði fyrsta White Walkerinn.(Takið eftir því að bakgrunnur þessa atriðist virðist vera frá Grundarfirði. Í það minnsta má sjá Kirkjufell.)Um fjögur þúsund árum eftir að stríðinu lauk gerðu WW, eða The Others, innrás í Westeros frá norðri. Þá sameinuðust börnin og mennirnir gegn þeim og ráku þá til baka á endanum. Ekki liggur fyrir hvað gerðist í millitíðinni, né af hverju þeir gátu ekki hjálpað börnunum gegn mönnunum. Veggurinn var byggður af mönnum og börnum í sameinungu og á hverju ári létu börnin Nights Watch hafa hundruð hnífa úr drekagleri á ári hverju til undirbúnings fyrir næstu árás The Others. En The Others sem og Börnin féllu í gleymsku yfir þúsundir ára og voru talin vera goðsagnir. Þá komum við að, vægt til orða tekið, umfangsmiklu klúðri Bran. Hann langaði að vita meira um The Others og fór einn á stúfana með sýnum sínum. Þar rekst hann á Nights King, sem tókst að snerta hann og merkja. Eins og Þriggja auga hrafninn sagði, dugði það til að konungurinn komst að því hvar Bran væri og að hann gæti nú hundsað varnargaldra barnanna og komist inn í hellinn. Sem og hann gerði. Börnin eru nú útdauð. Þriggja auga hrafninn er einnig dáinn sem og Hodor og Summer (úlfur Bran). Áður en við förum nánar út í ástæðu þess að Hodor er Hodor, skulum við velta upp möguleikum um hvað það þýðir að konunginum hafi tekist að merkja Bran.Konungurinn, aðrir WW og hinir ódauðu, gátu nú hundsað galdra barnanna og komist inn í hellinn, þar sem síðustu börnin höfðu búið í þúsundir ára. Bran er nú á flótta með Meeru og eru þau líklegast á leið suður fyrir Vegginn.Veggurinn var, eins og áður segir, byggður með hjálp barnanna og voru galdrar notaðir við byggingu hans. Í bókunum kemur fram að karakter sem heitir Coldhands og hjálpar Bran og félögum að komast í hellinn til barnanna og þriggja augu hrafnsins, kemst ekki inn í hellinn þar sem hann er ódauður. Það sem einnig kemur fram í bókunum er að Coldhands kemst ekki heldur í gegnum Vegginn vegna galdra. Hvað ef hinir ódauðu komast í gegnum vegginn ef Bran gerir það. Alveg eins og þeir komust í gegnum galdrana í hellinum. Ef til vill eru þeir ekki að reyna að drepa Bran heldur smala honum suður í átt að veggnum. Hinir ódauðu hafa nú varið þó nokkrum þáttaröðum norður af Veggnum en samt hafa þeir ekki gert árás á hann eða reynt að komast í gegnum hann. Mögulega er það vegna þess að þeir geta það ekki vegna áðurnefndra varnargaldra. Jon Snow er farinn frá Veggnum til að reyna að ná Winterfell aftur úr höndum Ramsay Bolton og á meðan fjölskyldur norðursins berjast um yfirráð í Winterfell, gætu hinir ódauðu brotið sér leið í gegnum Vegginn og hafið innrás sína í Westeros.Snúum okkur þá aftur að Hodor. Í bókunum hét hann upprunalega Walder en Wilys í þáttunum. Hann lét lífið í einhverju sorglegasta atriði Game of Thrones hingað til við það að bjarga Meeru og Bran frá hinum ódauðu. Walder var hávaxinn einfeldingur sem gat einungis sagt eitt orð: Hodor. Eftir að Bran féll úr turninum í Winterfell og lamaðist var hann settur í körfu á baki Hodor og hefur Hodor flutt Bran á milli staða síðan. Í síðasta þætti kom í ljós af hverju hann getur einungis sagt orðið Hodor og er það, eins og svo margt sem gerðist í þættinum, Bran að kenna. Þegar hinir ódauðu ráðast inn í hellinn, er Bran á nokkurs konar tímaflakki með Hrafninum og er ungur Walder þar einnig. Meera öskrar á Bran um að nýta sér Hodor til að draga hann út úr hellinum, sem hann gerir og svo seinna meir til að halda hurð lokaðri svo þau komist á flótta. „Hold the door,“ kallar hún í sífellu. Einhvern veginn heyrir Bran það í fortíðinni og Walder sömuleiðs, sem veldur því að hann fær kast. Hann liggur í jörðinni og það eina sem hann getur sagt er „hold the door“ sem á endanum verður Hodor.Hodor hélt svo hurðinni á meðan Meera og Bran komust undan og sýndi mikla hetjudáð. Entertainment Weekly ræddi við leikarann Kristian Nairn, sem leikur Hodor, um hvernig þetta ævintýri hafi verið. Hann nefnir sérstaklega hvað það hafi verið gaman að fylgjast með Isaac Hempstead-Wright, sem leikur Bran, alast upp. Þeir byrjuðu að leika saman þegar Isaac var níu ára gamall og nú er hann 16 ára. Nairn segir að hann hafi verið ánægður með að Hodor hafi dáið við að bjarga vinum sínum. Í viðtalinu segir hann þó einnig að í raun sjáum við Hodor ekki deyja. Hann gæti komið aftur sem einn hinna ódauðu eða jafnvel hafi hann komist undan. Hér að neðan má sjá þá Nairn og Isaac ræða dauða Hodor. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Sjáðu Of Monsters and Men koma fram í nýjasta þætti GOT Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men fór ákostum í nýjasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur á Stöð 2 í nótt. 23. maí 2016 10:45 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Komdu og sjáðu bleika bréfið Hér verður farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, A Song of Ice and Fire bókunum og kenningar um framhaldið. 19. maí 2016 12:15 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og þá sérstaklega í síðasta þætti, númer fimm, og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér. Síðasti séns. Eru þau farin? Gott. Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. White Walkers voru skapaðir af Children of the Forest. Bran getur haft áhrif á fortíðina að einhverju leyti og er ástæða þess að Hodor varð Hodor. Summer, úlfur Bran, var drepinn, sem og Three Eyed Raven og þau börn sem eftir voru. Euron Greyjoy er nýr kóngur Járneyjanna og vill flytja Deanerys til Westeros. Theon og Yara ákváðu að reyna að vera á undan honum. Jon Snow er á leiðinni suður og Deanerys Targaryen er loksins á vesturleið. Fyrir utan það hvað bakgrunnur margra atriða virtist vera frá Íslandi var það skemmtilegasta sem gerðist í þættinum líklega þetta hér :)Byrjum á Bran. Hann byrjaði á því að komast að því að White Walkers voru í raun skapaðir sem nokkurs konar gereyðingarvopn af Börnum skógarins. Börnin höfðu búið í Westeros í þúsundir ára þegar fyrstu mennirnir komu þangað, um tólf þúsund árum en þættirnir og bækurnar eiga sér stað. Í fyrstu buðu börnin mennina velkomna þar sem nóg pláss væri fyrir alla. Mennirnir byrjuðu þó að höggva niður skóga barnanna og brenna helg tré þeirra og á endanum hófst stríð þeirra á milli. Stríðið stóð yfir í um tvö þúsund ár þar til samið var til friðar. Í nýjasta þætti sést þó hvernig börnin sköpuðu fyrsta White Walkerinn með því að reka drekagler (e. Dragonglass) inn í brjóst hans. Þeir voru skapaðir á meðan mennirnir og börnin voru í stríði og börnin gripu til þessa örþrifaráðs þar sem mennirnir voru að vinna stríðið. Leaf, sú sama og var í hellinum með Bran og fórnaði sér fyrir hann, skapaði fyrsta White Walkerinn.(Takið eftir því að bakgrunnur þessa atriðist virðist vera frá Grundarfirði. Í það minnsta má sjá Kirkjufell.)Um fjögur þúsund árum eftir að stríðinu lauk gerðu WW, eða The Others, innrás í Westeros frá norðri. Þá sameinuðust börnin og mennirnir gegn þeim og ráku þá til baka á endanum. Ekki liggur fyrir hvað gerðist í millitíðinni, né af hverju þeir gátu ekki hjálpað börnunum gegn mönnunum. Veggurinn var byggður af mönnum og börnum í sameinungu og á hverju ári létu börnin Nights Watch hafa hundruð hnífa úr drekagleri á ári hverju til undirbúnings fyrir næstu árás The Others. En The Others sem og Börnin féllu í gleymsku yfir þúsundir ára og voru talin vera goðsagnir. Þá komum við að, vægt til orða tekið, umfangsmiklu klúðri Bran. Hann langaði að vita meira um The Others og fór einn á stúfana með sýnum sínum. Þar rekst hann á Nights King, sem tókst að snerta hann og merkja. Eins og Þriggja auga hrafninn sagði, dugði það til að konungurinn komst að því hvar Bran væri og að hann gæti nú hundsað varnargaldra barnanna og komist inn í hellinn. Sem og hann gerði. Börnin eru nú útdauð. Þriggja auga hrafninn er einnig dáinn sem og Hodor og Summer (úlfur Bran). Áður en við förum nánar út í ástæðu þess að Hodor er Hodor, skulum við velta upp möguleikum um hvað það þýðir að konunginum hafi tekist að merkja Bran.Konungurinn, aðrir WW og hinir ódauðu, gátu nú hundsað galdra barnanna og komist inn í hellinn, þar sem síðustu börnin höfðu búið í þúsundir ára. Bran er nú á flótta með Meeru og eru þau líklegast á leið suður fyrir Vegginn.Veggurinn var, eins og áður segir, byggður með hjálp barnanna og voru galdrar notaðir við byggingu hans. Í bókunum kemur fram að karakter sem heitir Coldhands og hjálpar Bran og félögum að komast í hellinn til barnanna og þriggja augu hrafnsins, kemst ekki inn í hellinn þar sem hann er ódauður. Það sem einnig kemur fram í bókunum er að Coldhands kemst ekki heldur í gegnum Vegginn vegna galdra. Hvað ef hinir ódauðu komast í gegnum vegginn ef Bran gerir það. Alveg eins og þeir komust í gegnum galdrana í hellinum. Ef til vill eru þeir ekki að reyna að drepa Bran heldur smala honum suður í átt að veggnum. Hinir ódauðu hafa nú varið þó nokkrum þáttaröðum norður af Veggnum en samt hafa þeir ekki gert árás á hann eða reynt að komast í gegnum hann. Mögulega er það vegna þess að þeir geta það ekki vegna áðurnefndra varnargaldra. Jon Snow er farinn frá Veggnum til að reyna að ná Winterfell aftur úr höndum Ramsay Bolton og á meðan fjölskyldur norðursins berjast um yfirráð í Winterfell, gætu hinir ódauðu brotið sér leið í gegnum Vegginn og hafið innrás sína í Westeros.Snúum okkur þá aftur að Hodor. Í bókunum hét hann upprunalega Walder en Wilys í þáttunum. Hann lét lífið í einhverju sorglegasta atriði Game of Thrones hingað til við það að bjarga Meeru og Bran frá hinum ódauðu. Walder var hávaxinn einfeldingur sem gat einungis sagt eitt orð: Hodor. Eftir að Bran féll úr turninum í Winterfell og lamaðist var hann settur í körfu á baki Hodor og hefur Hodor flutt Bran á milli staða síðan. Í síðasta þætti kom í ljós af hverju hann getur einungis sagt orðið Hodor og er það, eins og svo margt sem gerðist í þættinum, Bran að kenna. Þegar hinir ódauðu ráðast inn í hellinn, er Bran á nokkurs konar tímaflakki með Hrafninum og er ungur Walder þar einnig. Meera öskrar á Bran um að nýta sér Hodor til að draga hann út úr hellinum, sem hann gerir og svo seinna meir til að halda hurð lokaðri svo þau komist á flótta. „Hold the door,“ kallar hún í sífellu. Einhvern veginn heyrir Bran það í fortíðinni og Walder sömuleiðs, sem veldur því að hann fær kast. Hann liggur í jörðinni og það eina sem hann getur sagt er „hold the door“ sem á endanum verður Hodor.Hodor hélt svo hurðinni á meðan Meera og Bran komust undan og sýndi mikla hetjudáð. Entertainment Weekly ræddi við leikarann Kristian Nairn, sem leikur Hodor, um hvernig þetta ævintýri hafi verið. Hann nefnir sérstaklega hvað það hafi verið gaman að fylgjast með Isaac Hempstead-Wright, sem leikur Bran, alast upp. Þeir byrjuðu að leika saman þegar Isaac var níu ára gamall og nú er hann 16 ára. Nairn segir að hann hafi verið ánægður með að Hodor hafi dáið við að bjarga vinum sínum. Í viðtalinu segir hann þó einnig að í raun sjáum við Hodor ekki deyja. Hann gæti komið aftur sem einn hinna ódauðu eða jafnvel hafi hann komist undan. Hér að neðan má sjá þá Nairn og Isaac ræða dauða Hodor.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Sjáðu Of Monsters and Men koma fram í nýjasta þætti GOT Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men fór ákostum í nýjasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur á Stöð 2 í nótt. 23. maí 2016 10:45 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Komdu og sjáðu bleika bréfið Hér verður farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, A Song of Ice and Fire bókunum og kenningar um framhaldið. 19. maí 2016 12:15 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30
Sjáðu Of Monsters and Men koma fram í nýjasta þætti GOT Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men fór ákostum í nýjasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur á Stöð 2 í nótt. 23. maí 2016 10:45
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30
Game of Thrones: Komdu og sjáðu bleika bréfið Hér verður farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, A Song of Ice and Fire bókunum og kenningar um framhaldið. 19. maí 2016 12:15
Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00