Beinagrind að frábærum tölvuleik Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 20:00 Þrátt fyrir að stundum virðist aragrúi af lífið að finna í stjörnuþokunni stóru, er nánast engin samskipti hægt að hafa við þær lífverur. Mynd/Hello Games Að fljúga um stjörnuþoku sem virðist endalaus og kanna nýjar plánetur, finna nýjar dýrategundir og plöntur, safna dýrmætum málmum og selja þá, gæti eflaust verið frábær skemmtun. No Man's Sky er því miður ekki frábær en hann er heldur ekki leiðinlegur. Besta orðið til að lýsa leiknum er: Einhæfur. Fjölmargir biðu eftir No man's Sky um langt skeið og var eftirvæntingin gífurleg. Forsvarsmenn Hello Games kynntu hugmynd sína um leik í gífurlega stóru sólkerfi fyrir um tveimur og hálfu ári síðan og eftirvæntingin hefur aukist nánast samfleitt frá þeirri kynningu. Leikurinn lítur einstaklega vel út og pláneturnar eru flottar og gaman er að skoða þær nánar og skrásetja auðlindir þeirra og lífverur. Uppgötvun hverrar plánetu fylgir ljúf tilfinning og spenna varðandi hvað þar sé að finna. Það dregur þó úr þeim tilfinningum þegar á líður.Hverri plánetu fylgja mismunandi vandræði eins og eitrað andrúmsloft, geislavirkni og mikilli hiti. Hins vegar má finna sömu óvinina á þeim öllum. Vélmenni sem fljúga um og spilarar draga athygli þeirra með því að ganga of mikið á auðlindir pláneta. Þegar vélmennin nálgast borgar sig að hlaupa í burtu, eða berjast. Spilarar byrja á plánetu í jaðri stjörnuþokunnar og er geimskip þeirra bilað. Þá þarf að safna efni til að laga geimskipið og kanna stjörnuþokuna. Í NMS er hægt að ferðast um að skoða stjörnuþokuna eftir eigin hentisemi, en einnig er hægt að fylgja ákveðnum sögulínum eins og að ferðast til kjarna stjörnuþokunnar eða uppgötva upphaf lífsins. Það er eitthvað einstaklega ljúft við það að skoða nýjar plánetur. Veðurfar er mismunandi eftir plánetum og stundum reynist nauðsynlegt að leita sér skjóls í hellum og neyðarskýlum. DýraÁ mörgum plánetum má finna byggingar sem eru yfirgefnar en í einhverjum þeirra má finna geimverur.Mynd/Hello GamesÍ ýmsum sólkerfum má finna geimstöðvar þar sem hægt er að selja málma og annað og kaupa nauðsynjavörur. Þar má líka finna eina geimveru sem hægt er að eiga mjög takmörkuð samskipti við sem snúa yfirleitt að því að giska hvað geimveran vill og láta hann hafa það. Hægt er að læra þrjú tungumál leiksins með því að finna nokkurs konar viskusteina á plánetum og læra eitt orð af hverjum þeirra. Þannig getur maður komist hjá því að giska á hvað geimverurnar vilja en það er mikil vinna að finna alla steinana. Eitt sinn þegar ég lenti í geimstöð, sem var nákvæmlega eins og allar hinar, kom annað geimskip einnig til lendingar. Mér þótti það spennandi og ég ákvað að fylgjast með því og sjá hvort einhver og þá hver kæmi úr því. Enginn kom og ég stóð þarna einn, yfirgefinn og vonsvikinn. Ég komst reyndar að því að það er hægt að nálgast skipið og ræða við huldumanninn sem flýgur því og jafnvel kaupa skipið. Önnur leið til að eignast stærra skip er að finna skip sem hefur hrapað á plánetu og laga það. Stærri skip bjóða upp á meira geymslupláss, sem er nauðsynlegt til þess að safna meira af auðlindum og þar af leiðandi græða meira. (Lesist: Að grind-a) Í raun eru þrjár tegundir skipa í boði. Orrustuskip, könnunarskip og verslunarskip, sem öll bjóða upp á mismunandi eiginleika.Engar tvær plánetur í leiknum eiga að vera eins.Mynd/Helo GamesÞá komum við að stærsta galla leiksins. Þrátt fyrir að söguheimurinn sé það stór að það sé erfitt að átta sig á því, ((Framleiðendurnir Hello Games halda því fram að plánetur leiksins séu 18.446.744.073.709.551.616 talsins)hvað svo sem það þýðir), og engar plánetur eiga að vera eins, þá er leikurinn einsleitur. Því í grunninn þá fer langmestur tími í leiknum í að nota geislabyssu til þess að safna ýmsum auðlindum, nota þær til þess að hlaða geimbúninginn, geislabyssuna (sem virðist ofhitna á tveggja sekúndna fresti) og geimskipið, selja restina og smíða tæki sem kemur þér til næsta sólkerfis. Þar þarf oftar en ekki bara að endurtaka leikinn. Leikurinn fellur í þá gryfju að hætta að snúast um að kanna stjörnuþokuna og fer þess í stað út í það að harka við námuvinnslu og annarskonar tekjuöflun til þess að eiga efni á betri tækjum og tólum og svo koll af kolli. Þrátt fyrir að stjörnuþoka NMS virðist mjög tæknivædd, samanber geimflugið og geislabyssurnar, þá virðist sem að íbúum hennar hafi ekki gengið vel í að þróa kortagerð í gegnum árin. Það getur verið óþægilegt að rata um plánetur og þar mundi hjálpa að búa yfir korti. Framleiðendurnir hafa lofað því að bæta spilunarmöguleikum við No Man's Sky og laga alla þá galla sem finnast í honum. Þegar Hello Games ákváðu að fresta leiknum í nokkra mánuði á þessu ári ætlaði allt um koll að keyra, en ljóst er að þeir hefðu haft gott af minnst nokkrum mánuðum í viðbót.No Man's Sky var einnig gefinn út á PC en sú útgáfa leiksins þykir plöguð af tæknilegum göllum. Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Að fljúga um stjörnuþoku sem virðist endalaus og kanna nýjar plánetur, finna nýjar dýrategundir og plöntur, safna dýrmætum málmum og selja þá, gæti eflaust verið frábær skemmtun. No Man's Sky er því miður ekki frábær en hann er heldur ekki leiðinlegur. Besta orðið til að lýsa leiknum er: Einhæfur. Fjölmargir biðu eftir No man's Sky um langt skeið og var eftirvæntingin gífurleg. Forsvarsmenn Hello Games kynntu hugmynd sína um leik í gífurlega stóru sólkerfi fyrir um tveimur og hálfu ári síðan og eftirvæntingin hefur aukist nánast samfleitt frá þeirri kynningu. Leikurinn lítur einstaklega vel út og pláneturnar eru flottar og gaman er að skoða þær nánar og skrásetja auðlindir þeirra og lífverur. Uppgötvun hverrar plánetu fylgir ljúf tilfinning og spenna varðandi hvað þar sé að finna. Það dregur þó úr þeim tilfinningum þegar á líður.Hverri plánetu fylgja mismunandi vandræði eins og eitrað andrúmsloft, geislavirkni og mikilli hiti. Hins vegar má finna sömu óvinina á þeim öllum. Vélmenni sem fljúga um og spilarar draga athygli þeirra með því að ganga of mikið á auðlindir pláneta. Þegar vélmennin nálgast borgar sig að hlaupa í burtu, eða berjast. Spilarar byrja á plánetu í jaðri stjörnuþokunnar og er geimskip þeirra bilað. Þá þarf að safna efni til að laga geimskipið og kanna stjörnuþokuna. Í NMS er hægt að ferðast um að skoða stjörnuþokuna eftir eigin hentisemi, en einnig er hægt að fylgja ákveðnum sögulínum eins og að ferðast til kjarna stjörnuþokunnar eða uppgötva upphaf lífsins. Það er eitthvað einstaklega ljúft við það að skoða nýjar plánetur. Veðurfar er mismunandi eftir plánetum og stundum reynist nauðsynlegt að leita sér skjóls í hellum og neyðarskýlum. DýraÁ mörgum plánetum má finna byggingar sem eru yfirgefnar en í einhverjum þeirra má finna geimverur.Mynd/Hello GamesÍ ýmsum sólkerfum má finna geimstöðvar þar sem hægt er að selja málma og annað og kaupa nauðsynjavörur. Þar má líka finna eina geimveru sem hægt er að eiga mjög takmörkuð samskipti við sem snúa yfirleitt að því að giska hvað geimveran vill og láta hann hafa það. Hægt er að læra þrjú tungumál leiksins með því að finna nokkurs konar viskusteina á plánetum og læra eitt orð af hverjum þeirra. Þannig getur maður komist hjá því að giska á hvað geimverurnar vilja en það er mikil vinna að finna alla steinana. Eitt sinn þegar ég lenti í geimstöð, sem var nákvæmlega eins og allar hinar, kom annað geimskip einnig til lendingar. Mér þótti það spennandi og ég ákvað að fylgjast með því og sjá hvort einhver og þá hver kæmi úr því. Enginn kom og ég stóð þarna einn, yfirgefinn og vonsvikinn. Ég komst reyndar að því að það er hægt að nálgast skipið og ræða við huldumanninn sem flýgur því og jafnvel kaupa skipið. Önnur leið til að eignast stærra skip er að finna skip sem hefur hrapað á plánetu og laga það. Stærri skip bjóða upp á meira geymslupláss, sem er nauðsynlegt til þess að safna meira af auðlindum og þar af leiðandi græða meira. (Lesist: Að grind-a) Í raun eru þrjár tegundir skipa í boði. Orrustuskip, könnunarskip og verslunarskip, sem öll bjóða upp á mismunandi eiginleika.Engar tvær plánetur í leiknum eiga að vera eins.Mynd/Helo GamesÞá komum við að stærsta galla leiksins. Þrátt fyrir að söguheimurinn sé það stór að það sé erfitt að átta sig á því, ((Framleiðendurnir Hello Games halda því fram að plánetur leiksins séu 18.446.744.073.709.551.616 talsins)hvað svo sem það þýðir), og engar plánetur eiga að vera eins, þá er leikurinn einsleitur. Því í grunninn þá fer langmestur tími í leiknum í að nota geislabyssu til þess að safna ýmsum auðlindum, nota þær til þess að hlaða geimbúninginn, geislabyssuna (sem virðist ofhitna á tveggja sekúndna fresti) og geimskipið, selja restina og smíða tæki sem kemur þér til næsta sólkerfis. Þar þarf oftar en ekki bara að endurtaka leikinn. Leikurinn fellur í þá gryfju að hætta að snúast um að kanna stjörnuþokuna og fer þess í stað út í það að harka við námuvinnslu og annarskonar tekjuöflun til þess að eiga efni á betri tækjum og tólum og svo koll af kolli. Þrátt fyrir að stjörnuþoka NMS virðist mjög tæknivædd, samanber geimflugið og geislabyssurnar, þá virðist sem að íbúum hennar hafi ekki gengið vel í að þróa kortagerð í gegnum árin. Það getur verið óþægilegt að rata um plánetur og þar mundi hjálpa að búa yfir korti. Framleiðendurnir hafa lofað því að bæta spilunarmöguleikum við No Man's Sky og laga alla þá galla sem finnast í honum. Þegar Hello Games ákváðu að fresta leiknum í nokkra mánuði á þessu ári ætlaði allt um koll að keyra, en ljóst er að þeir hefðu haft gott af minnst nokkrum mánuðum í viðbót.No Man's Sky var einnig gefinn út á PC en sú útgáfa leiksins þykir plöguð af tæknilegum göllum.
Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira