Rússar ánægðastir með dvöl sína hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2016 09:41 Almennt er ferðamenn ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Vísir/Pjetur Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru almennt ánægðir með dvölina hér á landi. Þó er nokkur munur á ánægju eftir þjóðerni og lengd dvalar. Rússar eru ánægðastir með dvöl sína hér á landi en þeir sem dvelja styttra eru almennt óánægðari. Þetta kemur fram í Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí. Fær Ísland meðaleinkunina 85 á skalanum 0-100 sem er svipuð einkunn og mælst hefur framan af ári. Rússneskir ferðamenn gefa Íslandi einkunina 90,8 í meðaleinkunn en Japanir eru hins vegar minnst ánægðir og gefa Íslandi að meðaltali 74 í einkunn.Ánægja ferðamanna með ferð sína til Íslands eftir þjóðerni.Ferðamenn sem dvelja 1-2 nætur gefa lægstu einkunnir í Ferðamannapúlsinum og er ánægja þeirra sem dvelja styst marktækt lægri en þeirra sem dvelja lengur. Meðaleinkunn þeirra sem dvelja í 1-2 nætur er 81 miðað við 87 hjá þeim sem dvelja 5-14 nætur. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands og er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu. Mælingar hófust í mars á þessu ári og byggja þær á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Púlsinn byggir á fimm spurningum sem allar vigta jafnt og mæla heildaránægju, gestrisni, hversu líklegir ferðamenn séu til að mæla með Íslandi sem áfangastað, uppfyllingu væntinga og hvort ferðin hafi verið peninganna virði.Ánægja ferðamanna eftir lengd dvalar.Hlutur Airbnb eykst Samkvæmt púlsinum sækja fleiri ferðamenn landsbyggðina heim yfir sumartímann en að vetri til. Hlutfall þeirra ferðamanna sem sækir höfuðborgina heim helst stöðugt í kringum 95 prósent en aðrir landshlutar fá mun hærra hlutfall ferðamanna að sumri til. Mestur reyndist munurinn á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem ríflega þrefalt fleiri heimsækja þá landshluta að sumri en að vetri. Að jafnaði segjast ríflega tveir þriðjuhlutar erlendra ferðamanna nýta hótelgistingu í dvöl sinni yfir vetrarmánuðina en samsvarandi hlutfall fer hins vegar niður í 50 prósent yfir sumartímann. Því lækkar hlutfall erlendra ferðamanna sem nýtir sér hótelgistingu um ríflega 16 prósent milli vetrar og sumars. Á sama tíma eykst hlutfall þeirra sem nýtir sér gistingu í heimahúsum (s.s. Airbnb, heimilisskipti og fleira) töluvert og nær upp í 29 prósent, en alls segjast tæplega 22 prósent hafa leigt sér íbúð í gegnum Airbnb. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru almennt ánægðir með dvölina hér á landi. Þó er nokkur munur á ánægju eftir þjóðerni og lengd dvalar. Rússar eru ánægðastir með dvöl sína hér á landi en þeir sem dvelja styttra eru almennt óánægðari. Þetta kemur fram í Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí. Fær Ísland meðaleinkunina 85 á skalanum 0-100 sem er svipuð einkunn og mælst hefur framan af ári. Rússneskir ferðamenn gefa Íslandi einkunina 90,8 í meðaleinkunn en Japanir eru hins vegar minnst ánægðir og gefa Íslandi að meðaltali 74 í einkunn.Ánægja ferðamanna með ferð sína til Íslands eftir þjóðerni.Ferðamenn sem dvelja 1-2 nætur gefa lægstu einkunnir í Ferðamannapúlsinum og er ánægja þeirra sem dvelja styst marktækt lægri en þeirra sem dvelja lengur. Meðaleinkunn þeirra sem dvelja í 1-2 nætur er 81 miðað við 87 hjá þeim sem dvelja 5-14 nætur. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands og er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu. Mælingar hófust í mars á þessu ári og byggja þær á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Púlsinn byggir á fimm spurningum sem allar vigta jafnt og mæla heildaránægju, gestrisni, hversu líklegir ferðamenn séu til að mæla með Íslandi sem áfangastað, uppfyllingu væntinga og hvort ferðin hafi verið peninganna virði.Ánægja ferðamanna eftir lengd dvalar.Hlutur Airbnb eykst Samkvæmt púlsinum sækja fleiri ferðamenn landsbyggðina heim yfir sumartímann en að vetri til. Hlutfall þeirra ferðamanna sem sækir höfuðborgina heim helst stöðugt í kringum 95 prósent en aðrir landshlutar fá mun hærra hlutfall ferðamanna að sumri til. Mestur reyndist munurinn á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem ríflega þrefalt fleiri heimsækja þá landshluta að sumri en að vetri. Að jafnaði segjast ríflega tveir þriðjuhlutar erlendra ferðamanna nýta hótelgistingu í dvöl sinni yfir vetrarmánuðina en samsvarandi hlutfall fer hins vegar niður í 50 prósent yfir sumartímann. Því lækkar hlutfall erlendra ferðamanna sem nýtir sér hótelgistingu um ríflega 16 prósent milli vetrar og sumars. Á sama tíma eykst hlutfall þeirra sem nýtir sér gistingu í heimahúsum (s.s. Airbnb, heimilisskipti og fleira) töluvert og nær upp í 29 prósent, en alls segjast tæplega 22 prósent hafa leigt sér íbúð í gegnum Airbnb.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42