Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Birta Svavarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 14:43 "Ég tel að það sé almennt samstaða um það að svona háar greiðslur séu ekki í takti við kjör almennings í landinu og þær er aldrei hægt að réttlæta með einhverjum sérstökum verðleikum. Þarna eru menn í raun og veru bara að nýta sér aðstöðu sína,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir Þingmenn fordæma fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings, og segja þær í hæsta máta óeðlilegar. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur mikilvægt að endurskoða skattalöggjöf, bæði með tilliti til tekjuskatts og frá sjónarhóli fyrirtækja sem telja sig geta greitt út svo háa kaupauka. Þá setur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurningamerki við það hvort greiðslurnar eigi siðferðislega rétt á sér í ljósi umræðu í samfélaginu og almennra kjara á Íslandi.Greiðslur gætu numið allt að 50-100 milljónum á mann Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann.Bónusgreiðslur Kaupþings falla utan þess lagaramma sem FME hefur sett um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja.vísir/VilhelmDV greindi frá þessu í vikunni, en áformað er að leggja fyrir hugmyndir um téð bónuskerfi á aðalfundi félagsins sem fram fer í næstu viku. Myndu bónusgreiðslurnar leggjast ofan á þá bónusa sem sömu starfsmenn fengu þegar gengið var frá nauðasamningum Kaupþings um áramótin. Þar sem Kaupþing er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu þá falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar.Segja greiðslurnar lykta af sjálftökuÍ kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi sagðist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vera hissa á því að svona samningar væru gerðir árið 2016, sérstaklega í ljós þess að „þetta fyrirtæki hafi orðið til fyrir milligöngu dómsstóla vegna þess að menn gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Manni finnst allt þetta fyrirbæri sem Kaupþing er, og þessir samingar, lykta af sjálftöku.“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar, tekur undir með Bjarna.Oddný Harðardóttir vill skoða skattalöggjöf tengda svo háum bónusgreiðslum.„Mér finnst þetta algjörlega fáránlegt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega á að þetta líktist sjálftöku og þetta er náttúrulega ekkert annað en það,“ segir Oddný í samtali við blaðamann Vísis.Endurskoða þurfi skattalöggjöf Segir Oddný að skoða þurfi rækilega hvernig hægt sé að koma í veg fyrir bónusgreiðslur af þessu tagi. Taka þurfi til greina bæði tekjuskattshliðina, það hvernig skattalöggjöf er á ofurlaun eða bónusa, og hvernig greiðslur af þessu tagi ganga upp frá sjónarhóli bankans, sem ætti þá að greiða sérstaka skatta af þeim. „Ég vil skoða skattalöggjöfina með tilliti til þessa, og í allri umræðunni um háa vexti, fjárhagsáhyggjur almennings, sögur af ungu fólki sem hefur ekki efni á þaki yfir höfuðið, þá er þetta eins og sprengja inn í þá umræðu. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn segi, „Já, vá, þetta er alveg voðalegt.“ Það þarf að taka á þessu.“Engan veginn í takt við kjör almennings Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur þetta einnig vera alfarið úr takti við umræðuna og hugarfarið í samfélaginu.Katrín Jakobsdóttir segir að „þarna séu menn í raun og veru bara að nýta sér aðstöðu sína.“ Fréttablaðið/GVA„Maður áttar sig ekki alveg á því hvaða rök eru fyrir þessum greiðslum. Það eru nefnilega engin sérstök rök, það er engin persónuleg áhætta eða sérstakir hæfileikar á bak við við þær. Ég tel að það sé almennt samstaða um það að svona háar greiðslur séu ekki í takti við kjör almennings í landinu og þær er aldrei hægt að réttlæta með einhverjum sérstökum verðleikum. Þarna eru menn í raun og veru bara að nýta sér aðstöðu sína.“ Þrátt fyrir að bónusgreiðslur Kaupþings falli utan þess lagaramma sem FME gerði um kaupauka eða bónusgreiðslur fjármálafyrirtækja þá telur Katrín alls ekki hægt að líta svo á að sá lagarammi komi Kaupþingi ekki við. Það sé munur á því sem hægt sé að komast upp með, og því sem geti talist siðferðislega rétt að gera í eðlilegu samfélagi. „Nú hafa verið sett lög sem ættu að þjóna sem ákveðinn vegvísir um vilja löggjafans í þessum efnum og það verða að teljast afleit vinnubrögð að menn telji sig geta farið svona fram hjá þeim. Þarna virðist fólk vera að segja sig úr sátt við samfélagið. Auðvitað eiga stjórnmálamenn, atvinnulíf og aðrir að hafa það í huga að horfa ekki eingöngu á hvað sé hægt að gera, heldur einnig hvað sé eðlilegt og rétt að gera.“Þarf að sýna samfélagslega ábyrgðÁsta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata telur fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera í hæsta máta óeðlilegar, þá sérstaklega í ljósi stórs áfellisdóms sem féll í þriðja bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis varðandi sams konar bónusgreiðslur.Vigdís fordæmir fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings.vísir/pjetur„Þrátt fyrir að þessir einstaklingar hafi lagalega og tæknilega séð rétt á þessu, þá þykir mér þetta mjög óeðlilegt í ljósi alls sem á undan hefur gengið. Þetta snýst líka um að sýna samfélagslega ábyrgð og það virðist ekki vera mikil tilfinning fyrir því þegar verið er að tala um svona háar bónusgreiðslur eða kaupauka,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Vigdís Hauksdóttir, formaður Fjárlaganefndar, tekur í sama streng og gefur lítið fyrir vinnubrögð Kaupþings. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ segir Vigdís. Alþingi Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Þingmenn fordæma fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings, og segja þær í hæsta máta óeðlilegar. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur mikilvægt að endurskoða skattalöggjöf, bæði með tilliti til tekjuskatts og frá sjónarhóli fyrirtækja sem telja sig geta greitt út svo háa kaupauka. Þá setur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurningamerki við það hvort greiðslurnar eigi siðferðislega rétt á sér í ljósi umræðu í samfélaginu og almennra kjara á Íslandi.Greiðslur gætu numið allt að 50-100 milljónum á mann Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann.Bónusgreiðslur Kaupþings falla utan þess lagaramma sem FME hefur sett um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja.vísir/VilhelmDV greindi frá þessu í vikunni, en áformað er að leggja fyrir hugmyndir um téð bónuskerfi á aðalfundi félagsins sem fram fer í næstu viku. Myndu bónusgreiðslurnar leggjast ofan á þá bónusa sem sömu starfsmenn fengu þegar gengið var frá nauðasamningum Kaupþings um áramótin. Þar sem Kaupþing er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu þá falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar.Segja greiðslurnar lykta af sjálftökuÍ kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi sagðist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vera hissa á því að svona samningar væru gerðir árið 2016, sérstaklega í ljós þess að „þetta fyrirtæki hafi orðið til fyrir milligöngu dómsstóla vegna þess að menn gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Manni finnst allt þetta fyrirbæri sem Kaupþing er, og þessir samingar, lykta af sjálftöku.“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar, tekur undir með Bjarna.Oddný Harðardóttir vill skoða skattalöggjöf tengda svo háum bónusgreiðslum.„Mér finnst þetta algjörlega fáránlegt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega á að þetta líktist sjálftöku og þetta er náttúrulega ekkert annað en það,“ segir Oddný í samtali við blaðamann Vísis.Endurskoða þurfi skattalöggjöf Segir Oddný að skoða þurfi rækilega hvernig hægt sé að koma í veg fyrir bónusgreiðslur af þessu tagi. Taka þurfi til greina bæði tekjuskattshliðina, það hvernig skattalöggjöf er á ofurlaun eða bónusa, og hvernig greiðslur af þessu tagi ganga upp frá sjónarhóli bankans, sem ætti þá að greiða sérstaka skatta af þeim. „Ég vil skoða skattalöggjöfina með tilliti til þessa, og í allri umræðunni um háa vexti, fjárhagsáhyggjur almennings, sögur af ungu fólki sem hefur ekki efni á þaki yfir höfuðið, þá er þetta eins og sprengja inn í þá umræðu. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn segi, „Já, vá, þetta er alveg voðalegt.“ Það þarf að taka á þessu.“Engan veginn í takt við kjör almennings Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur þetta einnig vera alfarið úr takti við umræðuna og hugarfarið í samfélaginu.Katrín Jakobsdóttir segir að „þarna séu menn í raun og veru bara að nýta sér aðstöðu sína.“ Fréttablaðið/GVA„Maður áttar sig ekki alveg á því hvaða rök eru fyrir þessum greiðslum. Það eru nefnilega engin sérstök rök, það er engin persónuleg áhætta eða sérstakir hæfileikar á bak við við þær. Ég tel að það sé almennt samstaða um það að svona háar greiðslur séu ekki í takti við kjör almennings í landinu og þær er aldrei hægt að réttlæta með einhverjum sérstökum verðleikum. Þarna eru menn í raun og veru bara að nýta sér aðstöðu sína.“ Þrátt fyrir að bónusgreiðslur Kaupþings falli utan þess lagaramma sem FME gerði um kaupauka eða bónusgreiðslur fjármálafyrirtækja þá telur Katrín alls ekki hægt að líta svo á að sá lagarammi komi Kaupþingi ekki við. Það sé munur á því sem hægt sé að komast upp með, og því sem geti talist siðferðislega rétt að gera í eðlilegu samfélagi. „Nú hafa verið sett lög sem ættu að þjóna sem ákveðinn vegvísir um vilja löggjafans í þessum efnum og það verða að teljast afleit vinnubrögð að menn telji sig geta farið svona fram hjá þeim. Þarna virðist fólk vera að segja sig úr sátt við samfélagið. Auðvitað eiga stjórnmálamenn, atvinnulíf og aðrir að hafa það í huga að horfa ekki eingöngu á hvað sé hægt að gera, heldur einnig hvað sé eðlilegt og rétt að gera.“Þarf að sýna samfélagslega ábyrgðÁsta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata telur fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera í hæsta máta óeðlilegar, þá sérstaklega í ljósi stórs áfellisdóms sem féll í þriðja bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis varðandi sams konar bónusgreiðslur.Vigdís fordæmir fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings.vísir/pjetur„Þrátt fyrir að þessir einstaklingar hafi lagalega og tæknilega séð rétt á þessu, þá þykir mér þetta mjög óeðlilegt í ljósi alls sem á undan hefur gengið. Þetta snýst líka um að sýna samfélagslega ábyrgð og það virðist ekki vera mikil tilfinning fyrir því þegar verið er að tala um svona háar bónusgreiðslur eða kaupauka,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Vigdís Hauksdóttir, formaður Fjárlaganefndar, tekur í sama streng og gefur lítið fyrir vinnubrögð Kaupþings. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ segir Vigdís.
Alþingi Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira