Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2016 23:30 Kaepernick er umhugað um stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt. NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt.
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira