Van der Vaart elti ástina til Danmerkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 19:30 Estavana Polman og Rafael van der Vaart eru eitt heitasta parið í Hollandi. vísir/getty Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira