Áhrifin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu sér fram á fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á þessu ári og hagnað í fyrsta sinn frá því fyrirtækið var stofnað árið 2013. Í samtali við Markaðinn í gær sagði Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóri að þeim sem hafa sett upp mjólkurvinnslu á Íslandi hefði ekkert gengið í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Ástæða veltuaukningarinnar er annars vegar vöruúrval fyrirtækisins, sem selur meðal annars laktósafríar mjólkurvörur, og hins vegar umræða í samfélaginu um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál. Erfitt sé að keppa við samsöluna. „Vegna þess að MS, sem er eini samkeppnisaðilinn, getur gert það sem honum sýnist. Hann getur komið með laktósafríar vörur og undirboðið þær þegar honum sýnist. Bara drepið okkur á nokkrum vikum. Nema að neytendur standi með okkur,“ sagði Hálfdán. Hann bætti því við að starfsemi fyrirtækisins væri háð því að neytendur standi með því. Ljóst er að það gera neytendur. Það er svo sem þannig að afkoma allra fyrirtækja er undir því komin að neytendur og þeir sem versla við fyrirtækin vilji vöruna sem þau bjóða. En afkomutölur Örnu, sem hafa risið afar hratt þessi fáu ár sem fyrirtækið hefur verið starfandi, sýna að eitthvað meira býr að baki. Það er líklega rétt mat að sú umræða sem skapast hefur um samkeppnisstöðu Mjólkursamsölunnar hefur haft áhrif. Ítrekaðar fréttir af brotum MS á keppinautum sínum, fyrirtækjum í sömu stöðu og Arna, hafa gert það að verkum að fólk sækir annað. Reyndar gerir einokun Mjólkursamsölunnar á markaði neytendum erfitt að sækja aðrar vörur, sem verða fljótt uppurnar þegar eftirspurnin eykst hratt. En þetta á ekki síður við á öðrum mörkuðum. Því var lofað, þegar stjórnvöld lækkuðu skatta og breyttu innflutningsgjöldum, að vöruverð myndi óhjákvæmilega lækka. Efndirnar hafa verið minni. Milligjöfin verður eftir í vasa verslunareigenda og almenningur situr eftir með sárt ennið. Sjaldan eða aldrei hefur mikilvægi samstöðu neytenda verið meira, að þeir gæti sameiginlega hagsmuna sinna. Neytendur geta ekki endalaust látið yfir sig ganga verðsamráð og fákeppni sem gerir lítið úr þeim og bitnar á heimilisbókhaldinu. Þegar samkeppnisumhverfi fyrirtækja er heilbrigt njóta neytendur sín og séu neytendur sáttir njóta fyrirtækin þess. Það er gríðarleg þörf á að neytendur standi saman, að eftirlitsstofnanir séu efldar og neytendavernd verði gert hærra undir höfði innan stjórnsýslunnar. Tvisvar hafa komið upp mál tengd meintum samkeppnislagabrotum Mjólkursamsölunnar. Haustið 2014 og nú í sumar. Að sögn Hálfdánar varð veltuaukningin hjá fyrirtækinu mest í um tvær til þrjár vikur eftir að fréttir voru fluttar af málunum en síðan minnkar hún, þrátt fyrir að einhver aukning sé varanleg. Neytendur geta nefnilega haft áhrif. Þeir ættu bara að gera meira af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu sér fram á fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á þessu ári og hagnað í fyrsta sinn frá því fyrirtækið var stofnað árið 2013. Í samtali við Markaðinn í gær sagði Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóri að þeim sem hafa sett upp mjólkurvinnslu á Íslandi hefði ekkert gengið í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Ástæða veltuaukningarinnar er annars vegar vöruúrval fyrirtækisins, sem selur meðal annars laktósafríar mjólkurvörur, og hins vegar umræða í samfélaginu um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál. Erfitt sé að keppa við samsöluna. „Vegna þess að MS, sem er eini samkeppnisaðilinn, getur gert það sem honum sýnist. Hann getur komið með laktósafríar vörur og undirboðið þær þegar honum sýnist. Bara drepið okkur á nokkrum vikum. Nema að neytendur standi með okkur,“ sagði Hálfdán. Hann bætti því við að starfsemi fyrirtækisins væri háð því að neytendur standi með því. Ljóst er að það gera neytendur. Það er svo sem þannig að afkoma allra fyrirtækja er undir því komin að neytendur og þeir sem versla við fyrirtækin vilji vöruna sem þau bjóða. En afkomutölur Örnu, sem hafa risið afar hratt þessi fáu ár sem fyrirtækið hefur verið starfandi, sýna að eitthvað meira býr að baki. Það er líklega rétt mat að sú umræða sem skapast hefur um samkeppnisstöðu Mjólkursamsölunnar hefur haft áhrif. Ítrekaðar fréttir af brotum MS á keppinautum sínum, fyrirtækjum í sömu stöðu og Arna, hafa gert það að verkum að fólk sækir annað. Reyndar gerir einokun Mjólkursamsölunnar á markaði neytendum erfitt að sækja aðrar vörur, sem verða fljótt uppurnar þegar eftirspurnin eykst hratt. En þetta á ekki síður við á öðrum mörkuðum. Því var lofað, þegar stjórnvöld lækkuðu skatta og breyttu innflutningsgjöldum, að vöruverð myndi óhjákvæmilega lækka. Efndirnar hafa verið minni. Milligjöfin verður eftir í vasa verslunareigenda og almenningur situr eftir með sárt ennið. Sjaldan eða aldrei hefur mikilvægi samstöðu neytenda verið meira, að þeir gæti sameiginlega hagsmuna sinna. Neytendur geta ekki endalaust látið yfir sig ganga verðsamráð og fákeppni sem gerir lítið úr þeim og bitnar á heimilisbókhaldinu. Þegar samkeppnisumhverfi fyrirtækja er heilbrigt njóta neytendur sín og séu neytendur sáttir njóta fyrirtækin þess. Það er gríðarleg þörf á að neytendur standi saman, að eftirlitsstofnanir séu efldar og neytendavernd verði gert hærra undir höfði innan stjórnsýslunnar. Tvisvar hafa komið upp mál tengd meintum samkeppnislagabrotum Mjólkursamsölunnar. Haustið 2014 og nú í sumar. Að sögn Hálfdánar varð veltuaukningin hjá fyrirtækinu mest í um tvær til þrjár vikur eftir að fréttir voru fluttar af málunum en síðan minnkar hún, þrátt fyrir að einhver aukning sé varanleg. Neytendur geta nefnilega haft áhrif. Þeir ættu bara að gera meira af því.