Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Ísland hafði aldrei átt sundkonu í úrslitum fyrir þessa á Ólympíuleika en nú hafa tvær komist í átta manna úrslit á Ólympíuleikum sem risastórt skref fyrir íslenska sundið. Það var gríðarlega hart barist um sætin átta í úrslitunum. Eygló Ósk synti á 2:08.84 mínútum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet en gamla metið hennar var rúmlega eins árs. Það er frábært og um leið sjaldgæft að íslensk sundfólki nái að setja Íslandsmet á Ólympíuleikum. Gamla Íslandsmetið hennar var 2:09,04 mínútur. Þetta var ekki bara Íslandsmet heldur einnig Norðurlandamet. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust því báðar í úrslitasund á þessum Ólympíuleikum en Hrafnhildur varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á mánudaginn. Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 11. sæti í 200 metra bringusundinu. Eygló Ósk var með tólfta besta tímann í undanrásunum og náði því að hækka sig um fimm sæti sem er frábær árangur. Katinka Hosszú frá Ungverjalandi var með besta tímann en hún er á eftir sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í Ríó. Bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, ver ekki gullið sitt því hún komst ekki í úrslitasundið. Eygló Ósk syndir úrslitasundið klukkan 22.03 annað kvöld en klukkan verður þá orðin eitt að nóttu að íslenskum tíma.Tweets by @VisirSport Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar eftir frábært sund sitt.Vísir/Anton Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Ísland hafði aldrei átt sundkonu í úrslitum fyrir þessa á Ólympíuleika en nú hafa tvær komist í átta manna úrslit á Ólympíuleikum sem risastórt skref fyrir íslenska sundið. Það var gríðarlega hart barist um sætin átta í úrslitunum. Eygló Ósk synti á 2:08.84 mínútum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet en gamla metið hennar var rúmlega eins árs. Það er frábært og um leið sjaldgæft að íslensk sundfólki nái að setja Íslandsmet á Ólympíuleikum. Gamla Íslandsmetið hennar var 2:09,04 mínútur. Þetta var ekki bara Íslandsmet heldur einnig Norðurlandamet. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust því báðar í úrslitasund á þessum Ólympíuleikum en Hrafnhildur varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á mánudaginn. Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 11. sæti í 200 metra bringusundinu. Eygló Ósk var með tólfta besta tímann í undanrásunum og náði því að hækka sig um fimm sæti sem er frábær árangur. Katinka Hosszú frá Ungverjalandi var með besta tímann en hún er á eftir sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í Ríó. Bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, ver ekki gullið sitt því hún komst ekki í úrslitasundið. Eygló Ósk syndir úrslitasundið klukkan 22.03 annað kvöld en klukkan verður þá orðin eitt að nóttu að íslenskum tíma.Tweets by @VisirSport Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar eftir frábært sund sitt.Vísir/Anton
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira